Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 131
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvina-
félagsins.
Að þessu sinni eru félagsmönnum látnar í té 5 bækur
fyrir árgjald sitt:
1. Sögur frá Noregi, valdar af Snorra Hjartarsyni yfir-
bókaverði. Þetta er fyrsta bókin í flokknum „Úrvalssög-
ur Menningarsjóðs“. Ráðgert er, ef þessari bók verð-
ur vel tekið, að gefa þannig út á næstu árum valdar
smásögur frá ýmsum löndum og kynna með því félags-
mönnum hið bezta í þessari bókmenntagrein erlendis.
2. Almanak Hins íslenzka þjóðvinafélags um árið 1949.
3. Úrvalsljóð Stefáns Ólafssonar í Vallanesi með formála
eftir Andrés Björnsson cand. mag. Er þetta sjöunda
bókiu í flokknum „íslenzk úrvalsrit".
4. Andvari, 73. árgangur. Hann flytur m. a. ævisögu dr.
Bögnvalds Péturssonar.
5. Heimskringla, III. og síðasta bindi, búið til prentunar af
dr. Páli E. Ólasyni. í bindinu er ýtarleg nafnaskrá fyrir
öll bindin, samin af Bjarna Vilhjálmssyni cand. mag.
Féiagsgjaldið 1948 er 30 kr. Til orða kom að hækka það.
Af því varð þó ekki. Með því að hafa gjaldið áfram svo lágt,
vill útgáfan stuðla að þvi eftir megni að gera bókfúsum
inönnum fært að mynda og efla sitt eigið heimilisbókasafn.
Auk hinna föstu félagsbóka lætur útgáfan nú prenta eftir-
taldar bækur: Bréf og ritgerði’r St. G. St. IV. og siðasta
bindi, Odj'sseifskviðu og Sögu fslendinga, VII. bindi, eftir
Þorkel Jóhannesson prófessor.
Félagsmenn eru hér með hvattir til að kaupa þessar og
aðrar svokallaðar aukabækur útgáfunnar. Með því styrkja
þeir sitt eigið bókmenntafélag ekki síður en með því aö
kaupa félagsbækurnar.
í september 1948.
Vanti yður eldri bækur Þjóðvinafélagsins, þá snúið yður
til Fornbókaverzlunar Kristjáns Kristjánssonar, Hafnar-
stræti 19, Reykjavík.