Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 40
því leyti, sem allsherjarþíngíð hefur látið til sín
taka deilumál snertandi varðveizlu friðarins, hefur
það svipaða sögu að segja og öryggisráðið.
Á sviði efnahags-, menningar- og mannúðarmála
má hins vegar telja, að Sameinuðu þjóðirnar hafi
þegar innt af höndum merltilegt starf. Má varast að
gera lítið úr þessum þætti starfsemi bandalagsins.
Sameinuðu þjóðirnar hafa stofnað til víðtækrar al-
þjóðasamvinnu á þessum sviðum, t. d. varðandi heil-
brigðismál, menningarmál, mannréttindi, málefni
flóttafólks o. fl. o. fl. Þá hefur og bandalagið gengizt
fyrir hjálparstarfsemi ýmiss konar, nú síðast barna-
hjálp Sameinuðu þjóðanna, sem mönnum er í fersku
minni.
Starfsferill Sameinuðu þjóðanna er annars enn of
skammur til þess að unnt sé að kveða upp nokkurn
endanlegan dóm um starfsemi þeirra. Ljóst er, að
henni er í ýmsu áfátt og árangurinn í ýmsum efnum
minni en menn höfðu gert sér vonir um. En Róm
var ekki byggð á einum degi. Menn verða einnig
að hafa það hugfast, að það hlýtur að taka langan
tíma að skapa þjóðabandalag, sem hafi þau völd og
þann styrk, að það geti haldið uppi friði og réttlæti
i heiminum. Slík samtök hljóta að verða lengi í
deiglunni. .
Olafur Johannesson.
Marshall-áætlunin.
Hinn 3. apríl siðastliðinn samþykkti Bandaríkja-
þing mikinn lagabálk, sem bar heitið: Lög um efna-
hagssamvinnu við Evrópuriki. í lögum þessum er
gert ráð fyrir því, að Bandarikin veiti þeim Evrópu-
ríkjum, sem um það vilja semja gegn nánar tilgreind-
um skilyrðum, mikla fjárhagsaðstoð til viðreisnar
efnahag sínum og framleiðslugetu, og skuli aðstoðin
(38)