Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 46
a<5 full þörf er á skipttlegri aðstoÖ, ef hægt á að vera
að halda lífskjörunum óbreyttum, hvað þá að bæta
þau, og' reisa framleiðslu-, viðskipta- og fjárhags-
kerfið þannig við, að Evrópuþjóðirnar geti aftur að-
stoðarlaust notið jafngóðra lifskjara og fyrir stríð.
Vandamál ríkjanna i Vestur-Evrópu voru enn flókn-
ari og erfiðari viðfangs en ríkjanna í Austur-Evrópu.
Vestur-Evrópuþjóðirnar eru iðnaðarþjóðir fyrst og
fremst og mjög háðar heimsviðskiptunum. Kom því
eyðilegging og ringulreið styrjaldaráranna verr við
þær að mörgu leyti en Austur-Evrópuþjóðirnar, sem
eru landbúnaðarþjóðir aðallega og sjálfum sér nógar
um matvæli, en á þeim var og er hvarvetna mikill
skortur. Að þessu leyti eru því Austur-Evrópuþjóð-
irnar færari um að bjarga sér án utanaðkomandi
aðstoðar en þjóðirnar í Vestur-Evrópu.
Meðan á striðinu stóð, höfðu Bandaríkin sent
geysimikið vörumagn til Evrópu, enda er talið, að
þau hafi greitt næstum því helming af öllum her-
kostnaði Bandamanna. Ef Bandaríkin hefðu hætt
vörusendingum til Evrópu i stríðslok, hefði neyðin
þar og ringulreiðin orðið enn miklu meiri en raun
varð á. En Bandaríkin héldu vörusendingum áfram.
Frá striðslokum og til miðs árs 1947 hafa Bandarikin
veitt Evrópuþjóðum lán að upphæð 7 milljörðum
dollara (45.5 milljörðum kr.) og gefið þeim vörur
fyrir 3 milljarða dollara (19.5 milljarða kr.). Banda-
ríkjunum var þetta kleift vegna þess, að efnahagur
þeirra hafði batnað mjög í stríðinu, og voru Banda-
ríkjamenn eina stórþjóðin, sem var miklu auðugri
við lolc stríðsins en upphaf þess. Styrjöldin og sig-
nrinn í styrjöldinni hafði auk þess lagt mikla ábyrgð
á herðar Bandaríkjunum. Þau urðu forystuþjóð í
heimsmálum og höfðu hinna þýðingarmestu hags-
muna að gæta í sambandi við þróun Evrópumála,
bæði í hermálum, stjórnmálum og viðskiptamálum.
Það hlaut að vera andstætt hagsmunum Bandaríkj-
(44)