Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 101
að öruggt sæti meðal beztu alþýðuleikrita islenzkra.
Önnur helztu leikrit Kristínar eru: „Óskastundin“
(1926) og „Melkorka", óprentaður sjónleikur í 5
þáttum, en útdráttur úr því leikriti var fluttur í út-
varpinu 1944.
4
Ur öðrum byggðum, þar sem sjónleikar hafa verið
hafðir um hönd, er víðast svipaða sögu að segja og
úr Eyjafirði. Ráðist er í að sýna leika, oft gömlu
leikritin eftir Sigurð Pétursson eða skólapiltaleikrit-
in, stundum þýdd leikrit og einstaka sinnum er
leikið á dönsku, en þetta fullnægir ekki sýningar-
þorsta áhorfenda, og þá tekur sig til pennalipurt
fólk og semur leikrit, sem hægt er að sýna á leik-
sviði bæjarins eða sveitarinnar.
Um 1880 stóð Stykkishólmur í miklum blóma. Þar
var fjörugt leiklistarlif um tíma, og er þangað að
rekja söguleikrit eftir Júliönu Jónsdóttur skáldkonu
(1837—-1918) og Ólaf Thortacius kaupmann (1837—
1920). Þessir leikar eru til i handritum á Lands-
bókasafni. Um likt leyti var talsvert leikið á Eyrar-
hakka og þar reit organistinn, Bjarni Pátsson (1857
—-1887), gamanleika fyrir leiksviðið.
Frá þvi sæmilegt leiksvið var byggt í Góðtempl-
arahúsinu i Hafnarfirði 1886 og til aldamóta, var
frumkvöðull leiklistar í Firðinum Þorsteinn Egilsson
kaupmaður (1845—1911), og samdi hann þrjá gam-
anleika fyrir það leiksvið, „Útsvarið“, „Prestskosn-
ingin“ og „Öskudagurinn“. Tvö fyrrnefndu leikritin
eru prentuð. Er skemmtilegur og alþýðlegur blær
á sveitalífslýsingum Þorsteins, og hafa leikrit hans
farið víða um Iand, en næsta eru þau ólík leikrit-
um bróður hans, Benedikts Gröndals (1826—1907),
enda víst aldrei til þess hugsað, að þau yrðu sýnd
á nokkru leiksviði. („Gandreiðin", sorgarleikur í
mörgum þáttum, prentaður í Kaupmannahöfn 1866,
og „Föðurland og móðurland“, einn sérlega þungur
(99)