Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 82
landsins á árinu, og þrír eldri togarar voru keyptir
frá Bretlandi. Margir nýir vélbátar komu til landsins
frá skipasmíðastöðvum í Svíþjóð og Danmörku, og
allmargir voru smíðaðir innanlands. Nokkur fiskiskip
voru seld úr landi, aðallega til Færeyja. Nýtt kæliskip,
„Foldin“ kom til landsins i nóvember. Alls nam fiski-
skipafloti íslendinga haustið 1947 45 000 brúttósmá-
lestum', og hafði skipum fjölgað um 56 og lestatala
hækkað um meira en 17 000 brúttósmál. frá haustinu
á undan. Alls áttu íslendingar haustið 1947 732 skip
(af þeim 706 fiskiskip), og allur skipafloti íslend-
inga var rúmlega 60 000 brúttósmálestir.
Verklegar framkvæmdir. Byggingaframkvæmdir
voru allmiklar, en nokkuð dró úr þeim síðari hluta
árs vegna efnisskorts. í Rvík var enn unnið að bygg-
ingu gagnfræðaskóla- og iðnskólahúss. Unnið var að
því að fullgera Mela- og Laugarnesskóla. Þjóðminja-
safnshúsið og íþróttahús Háskóla íslands voru full-
gerð að mestu. Laugarnesskirkju var að miklu leyti
lokið. Stórhýsi Búnaðarbankans var að mestu full-
gert. Nokkuð var unnið að Þjóðleikhúsinu. Viðbygg-
ingunni við Arnarhvol var lokið að mestu. Unnið
var að viðbyggingum við Kleppsspítala og Elliheim-
ilið Grund. Lokið var við stórhýsi Nýja Biós. í
öktóber tók til starfa Austurbæjarbíó, sem mun vera
stærsta samkomuhús landsins (rúmar næstum 800
manns í sæti). Þá tók og til starfa Tripolibíó við
Grímsstaðaholt. Lokið var bæjarbyggingum við Skúla-
götu, og unnið var að bæjarbyggingum við Miklu-
braut og Lönguhlíð. Vatnsveitukerfi Reykjavikur var
aukið. Eimtúrbínustöðin við Elliðaár var að mestu
fullgerð í árslok. Miklar framkvæmdir og byggingar
voru á tilraunastöðinni á Keldum í Mosfellssveit.
IMikið kvað og að framkvæmdum á vinnuheimili
berklasjúklinga í Reykjalundi. Borað var eftir heitu
’vatni í Mosfellssveit, enn fremur í Krýsuvík, Ölfusi,
Laugardælum (fyrir hitaveitu Selfosshrepps), Lauga-
(80)