Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 118
dal er sett saman af áhuga fyrir andatrú og eftir
þrautreyndum leiksviðsreglum hér á landi, ekki sér-
lega frumlegt leikrit, en mjög vel sýnandi á litlu
leiksviði. „ÞaS fannst gull i dalnum“ (1946) eftir
GuSmund Daníelsson er nánast misheppnuS tilraun
til aS þrýsta smásöguefni i leikrits form.
Nokkur stund hefur verið lögð á að semja leikrit
við hæfi barna og unglinga. Sigurður Björgólfsson
(1887—), Margrét Jónsdóttir (1897—), Ragnheiður
Jónsdóttir (1895—) og fleiri kennarar hafa lagt þar
nokkuð af mörkum. Kristján S. Kristjánsson (1875—)
hefur samið leikrit og þýtt fyrir ungmennafélögin.
Ætíð er skortur á viðfangsefnum í þessum greinum
og þá einatt gripið til óþjálla leikrita til sýninga fyrir
börn og unglinga.
Útvarpsleikritin verða síðust i upptalningunni. Það
form hefur síður en svo brotið sig til fulls. Flest,
sem boðið er upp á sem útvarpsleikrit, er í rauninni
ekki annað en leiksviðsþættir, klipptir og skornir
eftir hentisemi og smekk höfundanna. Sjálfstæðustu
og myndarlegustu tilraunir í þessa átt gerði Krist-
mann Guðmundsson (1901—) í tveimur útvarpsþátt-
um, „Vikufrestur" (1939) og „Gesturinn" (1940).
Áður hefur verið minnzt á „Svörtu augun“ eftir
Andrés Þormar og útvarpsþætti Lofts Guðmundsson-
ar, en til viðbótar mætti nefna: Pétur Magnússon
(1893—), Gunnar Árnason (1901—), Ragnar Jó-
hannesson (1913—), Árna Jónsson (1917—), Krist-
ján Linnet (Ingimundur) (1881—), og Dagfinn Svein-
björnsson (1897—). Hafa þeir allir skrifað útvarps-
leikrit, en hinn síðast nefndi hefur að.auki skrifað
fyrir leiksviðið m. a. fyrsta íslenzkan texta fyrir
óperettu (libretto) við músík eftir Sigurð Þórðarson
(1895—■). Óperettan „í álögum“ var sýnd af Tónlistar-
félaginu í Reykjavík 1944.
(116)