Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 103
Steinn Sigurðsson. Páil Steingrímsson.
„Antlbýlinganna“ eftir Hostrup, sem þá voru sýndir.
Á árunum 1935—42 reit liann ekki færri en sex leik-
rit, sem flest voru sýnd á leiksvicii kaupstaðarins,
en tvö þeirra hafa verið flutt i útvarpi. Davíð Jú-
hannesson símstjóri (1896—) lét ekki sitt eftir liggja,
og samdi hann sjö leikrit, tvö fyrir útvarp, en fjögur
sýndi Leikfélag EskifjarSar. Eitt leikrit hans hefur
komið út i bókarformi, „Systkinin", sorgarleikur i
5 þáttum, (1936).
Til leiksviðsins i Vestmannaeyjum má rekja fyrsta
leikrit Lofts Guðmundssonar (1906—), sem var kenn-
ari í Eyjum um tíma, en hefur nú um nokkurt skeið
fengizt við ritstörf i Reykjavík og er þegar orðinn
einn allra afkastamesti leikritahöfundur hér. Leik-
rit lians, „Brimhljóð“, gerist í Vestmannaeyjum, og
beztu kaflar þess eru um sjómenn og sjómennsku, en
það efni hafa leikritaskáldin afrækt öðrum fremur.
Er það undarlegt, þar sem af nógu er að taka og
segja má, að fyrsta leikritið, sem sýnt var í Reykja-
vík, hafi snúizt um sjómannsafrek. („Brandur“ eftir
Geir Vidalín, sem sýnt var í Hólavallarskóla 17.
okt. 1791.) Leikrit Lofts var sýnt af Leikfélagi Reykja-
(101)