Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 84
á vatnsveitunni, íþróttahús ísafjarðar var vígt og
tekið til afnota. Smíð húsmæðraskólans var að mestu
lokið. Lokið var byggingu sjúkrahúss á Patreksfirði.
Andakílsárvirkjun var að mestu lokið og háspennu-
línur lagðar til Borgarness, Hvanneyrar og Akraness.
Unnið var að byggingu hvalveiðistöðvarinnar við
Hvalfjörð norðanverðan. — Mikið var unnið að smíð
skólahúsa víðs vegar um land. Voru alls um 30 barna-
skólahús í smiðum. Lokið var byggingu barnaskóla-
húsa, m. a. í Hveragerði, Blönduósi og Sauðárkróki.
Um byggingu verksmiðja og aðrar framkvæmdir
í iðnaðarmálum er nokkuð getið í kaflanum um
iðnað.
Unnið var að hafnargerð og endurbótum á hafn-
armannvirkjum á Akranesi, Stykkishólmi, Búðardal,
Flatey á Breiðafirði, Patreksfirði, Súgandafirði, Bol-
vngavík, ísafirði, Vatnsfirði við ísafjarðardjúp, Arn-
gerðareyri, Kaldrananesi, Drangsnesi, Hvammstanga,
Skagaströnd, Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði, Dal-
vík, Árskógssandi, Akureyri, Grenivík, Flatey á
Skjálfanda, Húsavík, Höfn í Bakkafirði, Vopnafirði,
Borgarfirði eystra, Seyðisfirði, Hafnarnesi við Fá-
skrúðsfjörð, Djúpavogi, Vestmannaeyjum, Stokkseyri,
Þorlákshöfn, Grindavík, Keflavik, Ytri-Njarðvik og
Vogum. Fengið var til landsins nýtt dýpkunarskip,
„Grettir“, og var það notað til hafnardýpkana á
Sauðárkróki, Bolungavík o. v. Unnið var að ýmsum
mannvirkjum i sambandi við hina fyrirhuguðu bíl-
ferju yfir Hvalfjörð, og var aðallega unnið að lend-
ingabótum og vegagerð hjá Katanesi norðan fjarðar.
Allmikið var um framkvæmdir í vitamálum, en erfitt
reyndist að fá ljóstæki í vita. I Gróttu á Seltjarnar-
nesi var reistur nýr viti, 20 metra hár. Reistur var
innsiglingaviti við Arnarfjörð og viti utanvert við
Iíesteyrarfjörð í Jökulfjörðum. Tekinn var í notkun
vitinn á Selskeri við Ingólfsfjörð, og kveikt var á nýju
innsiglingaljósi á Kaldrananeshöfða í Bjarnarfirði
(82)