Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 99
íslenzkra staðhátta. Þessi leikrit nefndi hann „Ebe-
nes og annríkiS“ og „Hall“. Frumsamið leikrit hans,
„Úthýsingin“, var leikið 1876 á Öngulsstöðum, en í
fimm-þátta sjónleiknum „Yfirdómarinn“ þræðir
hann, eftir því sem við verður komið, atvikaflækju
úr „A Winters Tale“ eftir Shakespeare, en hefur
jafnframt Jago (úr „Othello") í huga, þegar hann
er að lýsa fláráðum fanti leiksins. Það er auðskilið
mál, að þau leikrit, sem nú hafa verið nefnd, séu
með nokkrum vanköntum, en þau lýsa engu síður
en skólapiltaleikritin þróttinum, sem var i uppvexti
íslenzkrar leikritunar. Ef áframhaldið hefði verið
eftir byrjuninni, hefðum vér sjálfsagt mátt vel við
una, en alltof auðsóttar þýðingar á útlendu léttmeti
ruddu sér fyrr en varði til rúms á leiksviðum lands-
ins, og upp úr því illgresi hefur innlend leikritun
einatt átt erfitt með að teygja kollinn.
Tvær stælingar aðrar á leikritum Holbergs eru til
frá þessum tíma, báðar úr Eyjafirði. Ólafur Ólafssou
á Espihóli (1834, d. í Ameríku) samdi „Barnsængur-
konuna“ upp á Akureyrarlífið, og Jónas Jónsson í
Sigluvík (1828—1907) stældi „Grímudansinn" 1878.
(97)
7