Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 38
urt skeið, þar á meðal á stríðsárunum, er norska
stjórnin dvaldist i London. Höfðu þá ýmsir stjórn-
málamenn sameinuðu þjóðanna kynnzt honum og
fengið mætur á honum.
Tryggve Lie er lögfræðingur að menntun. Hann
tók ungur að gefa sig við stjórnmálum og varð þing-
maður. Hann var um langt skeið lögfræðilegur ráðu-
nautur norsku verkalýðsfélaganna. Hann komst síðan
í norsku ríkisstjórnina, fyrst sem dómsmálaráðherra,
svo viðskiptamálaráðherra og síðast utanríkisráð-
herra. Tryggve Lie hefur tekizt á hendur erfitt hlut-
verk. Enn er ekki séð, hvernig honum tekst að leysa
það af hendi.
Eins og áður er sagt, eru störf skrifstofunnar mjög
margvísleg. Er því nauðsynlegt að flokka þau á hag-
anlegan hátt. Skrifstofunni er því skipt niður í 8
starfsdeildir. Fer hver starfsdeild með tilgreinda
málaflokka, ein t. d. með öryggismál, önnur með
efnahagsmál o. s. frv. Fyrir hverri deild er sérstakur
framkvæmdastjóri.
Auk þeirra aðalstofnana Sameinuðu þjóðanna, sem
greint hefur verið frá hér að framan, er um að ræða
bæði undirnefndir og svokallaðar sérstofnanir. Und-
irnefndirnar eru aðalstofnununum til aðstoðar eða
hafa fengið til meðferðar ákveðna þætti af störfum
þeirra. Sem dæmi slíkra nefnda eða undirstofnana
má nefna herforingjanefndina og kjarnorkunefndina,
sem eiga að vera öryggisráðinu til aðstoðar. Sú síð-
arnefnda mun að vísu nú vera leyst upp eða a. m. k.
hafa hætt störfum. Enn fremur má nefna ýmsar
undirnefndir fjárhags- og félagsmálaráðsins, svo
sem mannréttindanefnd, efnahags- og atvinnumála-
nefnd o. s. frv. Sérstofnanirnar eru sérstakar al-
þjóðastofnanir, sem stofnsettar hafa verið eða stofn-
settar kunna að verða til þess að hafa á hendi til-
tekin verkefni á sviði fjármála, félagsmála, menn-
ingarmála, heilbrigðismála og annarra þvilíkra mála.
(36)