Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 109
síðara að efni tíl samið upp úr skáldsÖgunní „Sam-
býli“. í þessum leikritum beitist höfundurinn fyrir
hugðarefni sínu, andatrúnni, en einkum er eftir-
tektarvert, hverjar kröfur hann gerir nú á gamais
aldri til leiksviðsins, enda tókst Leikfélagi Reykja-
víkur ekki að uppfylla þær nema til hálfs, þegar
leikarnir voru sýndir (Húsbruninn í „Jósafat" og
andasj'ningarnar í „Hallsteinn og Dóra“).
Til að fara ekki úr tímaröð, verður hér að geta
tveggja leikrita eftir Guffmimd Magnússon (Jón
Trausta) (1873—1918). Hinn mikilvirki og ágæti
skáldsagnahöfundur var um tíma starfsmaður við
leikana í Reykjavík og hafði m. a. lært að mála leik-
tjöld i utanför sinni fyrir aldamót. „Teitur“ heitir
ljóðleikur hans í fimm þáttum ásamt inngangsleik,
„Dóttir Faraós" kom út 1914. Leikritin eru til minja
um viðkynningu Jóns Trausta og leiksviðsins, * en
honum varð skáldskapargáfan happasælli á öðru
sviði, eins og alþjóð veit. Hvorugt leikritanna hefur
verið sýnt.
Næst kemur til sögunnar leikritaskáld, sem jók
hróður íslenzkrar leikritunar meir en nokkur annar
maður hefur gert fyrr eða síðar. Áður en Júhann
Sigurjúnsson (1880—1919) dó, var búið að þýða
„Fjalla-Eyvind“ á 9 tungumál, og alveg nýverið hefur
leikritið verið tekið upp í safn eftir helztu leikrita-
höfunda samtiðarinnar (Chief Contemporary Drama-
tists, ritstjóri Thomas H. Dickinson, N. Y. 1943). Jó-
hann var víðsfjarri ættjörðinni, þegar hann tók þá
ákvörðun að hætta dýralæknisnámi og gerast leik-
ritaskáld. Leikhús Kaupmannahafnar heilluðu hann,
en ekki er ólíklegt, að leiklistin hafi fyrst snortið
huga hans á skólaárunum í Latínuskólanum. Öll árin,
sem hann var í skóla, sýndu skólapiltar sjónleika,
þar á meðal frumsaminn leik eftir Guffmiuid Guð-
mundsson (1874—1919) skáld. Þessir leikar hafa
ekki farið fram hjá Jóhanni, sem lýsir því á einum
(107)