Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 97
endurskoðaði frumsmíð skólapiltsins, „Nýársnótt-
ina“, og gaf út í annað sinn 1907. Og með höfðing-
legri hugsun Sigurðar um „nationala scenu“ í Reykja-
vík lagði Indriði út í ævilanga baráttu sína fyrir
Þjóðleikhúsinu. í hyrningarstein þess lagði hann
leikritin: „Nýársnóttina" (1871 og 1907), „Hellis-
menn“ (1873), „Systkinin í Fremstadal“ (1895),
„Skipið sekkur“ (1902), „Sverð og bagal“ (1899),
„Dansinn í Hruna“ (1925) og „Síðasta víkinginn“
(1936). Við þessa upptalningu má bæta smáleikriti,
sem Indriði samdi i Lærða skólanum ásamt Janusi
Jónssyni: „Erkibiskupsvalið“, og ævintýraleiknum
„Hildur kemur heim“ (1924). Um Indriða Einarsson
og leikrit hans væri ástæða til að ræða Iangt mál,
en dr. Stefán Einarsson hefur tekið ómakið af manni
með afbragðsgóðri grein sinni í Tímariti Þjóðræknis-
félagsins XVII. ár. Indriði skrifaði öll sín leikrit
með glöggu auga fyrir þörfum leiksviðsins og mögu-
leikum þess, enda mun enginn hafa þekkt betur til
leiksviðshátta hér á landi heldur en hann. í einu
leikritinu spennir hann samt bogann hærra, líkt og
Matthías gerði i „Jóni Arasyni“, og hefur þá heldur
ekki það leikrit, „Sverð og bagall“, sjónleikur í fimm
þáttum frá Sturlungaöld, verið sýnt hér á landi, en
þýtt var leikritið á dönsku, ensku og þýzku og sýnt
í Hamborg 1913. „Nýársnóttin“ er vinsælasta leik-
rit Indriða, en „Sverð og bagall“ hið merkasta.
Georg Brandes sagði um þetta leikrit: „Persónurnar
standa þarna eins og höggnar út í granít, og leilc-
urinn hefur sömu áhrif á okkur (við lestur) eins og
gömul saga, gamlar fortíðarminjar" — og út frá sínu
sjónarmiði og höfuðstraumum, bætir hann við:
„menn og mannlíf, sem er löngu horfið og ekki
snertir okkur öðruvísi en segja má, að allt mann-
legt snerti okkur“. íslenzkt leiksvið á eftir að vinna
það afrek að sýna „Sverð og bagal“, leiða fram það,
sem Brandes sá í leiknum: Höggmyndir úr granít af
(95)