Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 6
Hugur | 17. ÁR, 2005 | s. 4-7
Inngangur ritstjóra
„Við höfiim sýnt að Derrida er ekki póstmódernisti. Það er ekki erfitt.“
Þannig tekur ítalski heimspekingurinn Maurizio Ferraris til orða undir lok
ritgerðar sinnar „Fyrirbærafræðin og Messías" sem birtist í þessu hefti Hug-
ar. Grein Ferraris er hluti af þema heftisins sem helgað er franska heimspek-
ingnum Jacques Derrida. Eins og kunnugt er lést hann í október 2004 eftir
snarpa baráttu við illvígt krabbamein. Það þótti við hæfi að Hugur 2005
beindi sjónum sérstaklega að hugmyndum þessa góðkunna en jafnframt um-
deilda hugsuðar. Þegar upp er staðið hefur þemakjarni heftisins að geyma
fjórar greinar sem segja má að vísi lesendum veginn inn í hugarheim Derr-
ida, leiði þá um þennan heim og dragi þá að lokum út úr honum aftur á vit
ókannaðra rannsóknarefna. Grein Páls Skúlasonar, „Ritgerðin endalausa -
eða vandinn að komast inn í Derrida", tekst á við þá útbreiddu skoðun að
verk Derrida séu erfið, eða jafnvel ómöguleg, aflestrar. Páll veltir upp ýmsum
flötum á þessu máli - og ef allt fer að óskum situr lesandinn eftir albúinn að
takast á hendur að lesa þann franska í senn með opnum huga og á eigin for-
sendum. Geir Sigurðsson, sérfræðingur í kínverskri heimspeki, og svissneski
stjórnmálafræðingurinn Ralph Weber leiða að því líkur í grein sinni hvers
vegna hugsun á borð við þá sem Derrida iðkar virðist fremur eiga upp á pall-
borðið í Kína heldur en á Vesturlöndum. Hin margrómaða afbygging Derr-
ida á vestrænni heimspekihefð, og vestrænni orðræðu almennt, reynist að
mörgu leyti svipuð þeirri hugsun sem tíðkast hefur í kínverskum menning-
arheimi frá aldaöðli.
Fjórða greinin í þemahluta heftisins er eftir Derrida sjálfan og ber heitið
„„Tilurð og formgerð" og fyrirbærafræðin". Grein þessi er sjálfsagt ekki auð-
lesin í fyrstu atrennu, en segja má að hún hverfist um sömu meginatriðin og
áðurnefnd grein eftir Maurizio Ferraris. Vegna þess hve sérhæfð sú umræða
er, sem þessar tvær greinar eru hluti af, þótti tilhlýðilegt að ritstjóri skrifaði
sérstakan inngang að þema heftisins, og er hér vísað til þess texta um nánari
útlistun á þessum tveimur greinum.
Þýski menningarrýnirinn Walter Benjamin er í hópi þeirra höfunda sem
erfitt er að finna fastan stað innan hins hefðbundna flokkunarkerfis akadem-
íu eða bókasafna. Það kemur þó ekki í veg fýrir að verk hans njóti sívaxandi
athygli meðal fræðimanna beggja vegna Atlantsála. Nokkrar ritgerðir eftir
Benjamin hafa þegar komið út á íslensku og von er á fleirum, en það er
undirrituðum sérstakt ánægjuefni að birta í þessu hefti þýðingu Guðsteins