Hugur - 01.01.2006, Page 7

Hugur - 01.01.2006, Page 7
Inngangur ritstjóra 5 Bjarnasonar á sígildum texta Benjamins „Um söguhugtakið". Ritsmíð þessi varð til undir ævilok Benjamins, í skugga nasisma og heimsstyrjaldar, og í henni kristallast mörg meginatriði hugsunar hans: fullur trúnaður við bylt- ingarhugsjónina, óvægin gagmýni á jafnaðarstefnu jafnt sem fasisma, djúp virðing fyrir hinum nafnlausu og undirokuðu, ígrundaður varhugur við hvers kyns fylgispekt við hina auðugu og voldugu. Segja má að allir þessir þræðir komi saman í hugmynd Benjamins um þann „veika messíaníska mátt sem fortíðin á kröfú til“. Skilningur á þessari hugmynd útheimtir nákvæman og næman lestur á textanum „Um söguhugtakið" og samhengi hans. Þessum lestri er ekki lokið — hann er rétt að hefjast, ekki síst á íslensku. I það minnsta er vert að benda lesandanum á að Messías gerir víðreist í þessu hefti. Franski heimspekingurinn og rithöfundurinn Jean-Paul Sartre hefði orðið hundrað ára á árinu 2005, hefði hann lifað jafn lengi og þýski hugsuðurinn Hans-Georg Gadamer sem dó árið 2002 á 102. aldursári. Rík ástæða þótti til að gefa Sartre gaum í þessum árgangi Hugar, og var því leitað til eins helsta Sartre-sérfræðings á Islandi, Jóhanns Björnssonar. Ur varð áhugaverð ritgerð sem gerir í senn grein fyrir ýmsum meginatriðum í hugmyndum Sartres um mannleg samskipti og helstu vanköntunum á þessum sömu hug- myndum. Meðal annars sýnir Jóhann fram á hvernig samtímamaður Sartres og góðkunningi, Maurice Merleau-Ponty, gagnrýndi Sartre fyrir að gera helst til einhliða grein fyrir því hvernig ég upplifi aðra. Merleau-Ponty ber einnig á góma í grein finnska heimspekingsins Söru Heinámaa sem hér birt- ist. Þar sýnir hún hvernig Simone de Beauvoir, lífsförunautur Sartres, greip á lofti ákveðna þætti í fyrirbærafræði Merleau-Pontys og útfærði þá á frum- legan hátt í meginriti sínu Hinu kyninu [Le deuxi'eme sexe, 1949). Nánar til- tekið er hér átt við þau drög að fyrirbærafræðilegri lýsingu á mannlegri veru sem líkamlegri og kynjaðri sem finna má í höfuðriti Merleau-Pontys, Fyrir- bærafrceði skynjunarinnar (Phénoménologie de la perception, 1945). Eins og Heinamaa sýnir fram á sótti Merleau-Ponty margt í þessari greiningu sinni til René Descartes, sem hingað til hefur átt undir högg að sækja meðal fem- ínískra hugsuða. Fyrirbærafræði og femínísk hugsun eiga sér fleiri fulltrúa í þessu hefti Hugar. Norski fornaldarheimspekingurinn Vigdis Songe-Moller rekur í grein sinni, sem ber þann beinskeytta titil „Gríski draumurinn um konulaus- an heim“, hvernig hugarheimur Grikkja til forna markaðist af þeirri viðleitni að útiloka konur frá hinum opinbera vettvangi. Songe-Moller bendir á það sem löngum hefur verið vitað, að hið margfræga lýðræði í Aþenu hafi bein- h'nis hvílt á útilokun af þessum toga; en undir niðri býr sú hugmynd að þessi vafasami þáttur í arfleifð lýðræðisins standi nútímamönnum nær en jafnan er látið í veðri vaka. Ritgerð Songe-Moller er athyglisvert dæmi um þá nýju og gagnrýnu sýn á viðteknar hugmyndir sem iðkun femínískrar heimspeki hef- ur fram að færa. Danski heimspekingurinn Dan Zahavi hefiir vakið athygli í fræðaheimin- um á síðustu árum fyrir að vinna með skapandi hætti úr arfleifð upphafs-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.