Hugur - 01.01.2006, Page 7
Inngangur ritstjóra
5
Bjarnasonar á sígildum texta Benjamins „Um söguhugtakið". Ritsmíð þessi
varð til undir ævilok Benjamins, í skugga nasisma og heimsstyrjaldar, og í
henni kristallast mörg meginatriði hugsunar hans: fullur trúnaður við bylt-
ingarhugsjónina, óvægin gagmýni á jafnaðarstefnu jafnt sem fasisma, djúp
virðing fyrir hinum nafnlausu og undirokuðu, ígrundaður varhugur við hvers
kyns fylgispekt við hina auðugu og voldugu. Segja má að allir þessir þræðir
komi saman í hugmynd Benjamins um þann „veika messíaníska mátt sem
fortíðin á kröfú til“. Skilningur á þessari hugmynd útheimtir nákvæman og
næman lestur á textanum „Um söguhugtakið" og samhengi hans. Þessum
lestri er ekki lokið — hann er rétt að hefjast, ekki síst á íslensku. I það minnsta
er vert að benda lesandanum á að Messías gerir víðreist í þessu hefti.
Franski heimspekingurinn og rithöfundurinn Jean-Paul Sartre hefði orðið
hundrað ára á árinu 2005, hefði hann lifað jafn lengi og þýski hugsuðurinn
Hans-Georg Gadamer sem dó árið 2002 á 102. aldursári. Rík ástæða þótti
til að gefa Sartre gaum í þessum árgangi Hugar, og var því leitað til eins
helsta Sartre-sérfræðings á Islandi, Jóhanns Björnssonar. Ur varð áhugaverð
ritgerð sem gerir í senn grein fyrir ýmsum meginatriðum í hugmyndum
Sartres um mannleg samskipti og helstu vanköntunum á þessum sömu hug-
myndum. Meðal annars sýnir Jóhann fram á hvernig samtímamaður Sartres
og góðkunningi, Maurice Merleau-Ponty, gagnrýndi Sartre fyrir að gera
helst til einhliða grein fyrir því hvernig ég upplifi aðra. Merleau-Ponty ber
einnig á góma í grein finnska heimspekingsins Söru Heinámaa sem hér birt-
ist. Þar sýnir hún hvernig Simone de Beauvoir, lífsförunautur Sartres, greip
á lofti ákveðna þætti í fyrirbærafræði Merleau-Pontys og útfærði þá á frum-
legan hátt í meginriti sínu Hinu kyninu [Le deuxi'eme sexe, 1949). Nánar til-
tekið er hér átt við þau drög að fyrirbærafræðilegri lýsingu á mannlegri veru
sem líkamlegri og kynjaðri sem finna má í höfuðriti Merleau-Pontys, Fyrir-
bærafrceði skynjunarinnar (Phénoménologie de la perception, 1945). Eins og
Heinamaa sýnir fram á sótti Merleau-Ponty margt í þessari greiningu sinni
til René Descartes, sem hingað til hefur átt undir högg að sækja meðal fem-
ínískra hugsuða.
Fyrirbærafræði og femínísk hugsun eiga sér fleiri fulltrúa í þessu hefti
Hugar. Norski fornaldarheimspekingurinn Vigdis Songe-Moller rekur í
grein sinni, sem ber þann beinskeytta titil „Gríski draumurinn um konulaus-
an heim“, hvernig hugarheimur Grikkja til forna markaðist af þeirri viðleitni
að útiloka konur frá hinum opinbera vettvangi. Songe-Moller bendir á það
sem löngum hefur verið vitað, að hið margfræga lýðræði í Aþenu hafi bein-
h'nis hvílt á útilokun af þessum toga; en undir niðri býr sú hugmynd að þessi
vafasami þáttur í arfleifð lýðræðisins standi nútímamönnum nær en jafnan er
látið í veðri vaka. Ritgerð Songe-Moller er athyglisvert dæmi um þá nýju og
gagnrýnu sýn á viðteknar hugmyndir sem iðkun femínískrar heimspeki hef-
ur fram að færa.
Danski heimspekingurinn Dan Zahavi hefiir vakið athygli í fræðaheimin-
um á síðustu árum fyrir að vinna með skapandi hætti úr arfleifð upphafs-