Hugur - 01.01.2006, Síða 8
6
Inngangur ritstjóra
manns fyrirbærafræðinnar, Edmunds Husserl. Zahavi er í hópi helstu framá-
manna í þeirri endurnýjun lífdaga sem fyrirbærafræðin gengur í um þessar
mundir og birtist í senn í auknum áhuga á hinu umfangsmikla höfiindar-
verki forsprakka á borð við Husserl, Heidegger, Sartre, Beauvoir og Merl-
eau-Ponty, og líflegum skoðanaskiptum við fulltrúa hugfræða og taugavís-
inda í samtímanum. Grein Zahavis sem hér birtist, „Sjálfið og tíminn", hefur
að geyma skipulega rökfærslu sem miðar að því að sýna fram á mikilvægi
hugmyndar fyrirbærafræðinnar um sjálfið, einkum í samanburði við hug-
mynd túlkunarfræðinnar um sjálfið sem afurð frásagnar. Sjálfsagt kann ein-
hverjum að þykja greining Zahavis tæknileg á köflum, og jafnvel torlesin,
enda er íslenskur orðaforði um grunnhugtök fyrirbærafræðinnar enn í burð-
arliðnum. Þess er þó að vænta að greinin nýtist íslenskum lesendum vel,
a.m.k. þeim allmörgu sem kunnugir eru hugmyndum túlkunarfræðinnar um
sjálfið.
Islenskir heimspekingar hafa löngum staðið í líflegum deilum um siðferði-
leg efni. Jón A. Kalmansson leggur hér lóð á þessar vogarskálar með grein
sinni „Nytsemi og skilningur". Þar andmælir hann dálæti ýmissa siðfræðinga
á svokölluðum „klípusögum", þar sem dregnar eru upp myndir af einstak-
lingum við ákaflega kröpp kjör - þar sem tveir eru kostir og hvorugur góð-
ur, svo skírskotað sé til þeirra bókmennta sem hvað mest hafa (að sumra
mati) mótað siðferðisvitund Islendinga. Jón telur klípusögur ýta undir svo-
nefnda nytjahugsun sem miðast þá við að meta athafnir út frá því sem kalla
mætti mælanlegar afleiðingar þeirra. Á móti heldur Jón á lofti mikilvægi sið-
ferðislegs skilnings sem opnað geti nýjar og ófyrirséðar leiðir út úr valþröng-
inni.
Siðfræðin á sér annan góðan fulltrúa í þessu hefti Hugar: einn upphafs-
mann náttúrusiðfræðinnar, Bandaríkjamanninn Holmes Rolston III. Hann
var staddur hér á landi síðastliðið sumar og notaði Þorvarður Árnason nátt-
úrufræðingur tækifærið og tók við hann viðtal sem hér birtist. Rolston fer
um víðan völl í samræðu sinni við Þorvarð, fjallar um grundvallaratriði kenn-
inga sinna, veltir vöngum yfir sérstöðu íslenskrar náttúru, ræðir um dýra-
vernd á Islandi og annars staðar og fer að lokum út í trúarlega sálma. Við-
talið er áhugavert framlag til þeirrar upplýstu umræðu um umhverfismál sem
er óðum að taka á sig mynd hér á landi.
Eitt mesta stórvirkið í sögu vísindanna, Uppruni tegundanna eftir Charles
Darwin, kom út á íslensku árið 2004. Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræðing-
ur og vísindasagnfræðingur tók að sér það verkefni að skrifa um bókina fyr-
ir Hug. Ur varð ítarleg grein sem birtist hér undir liðnum „Greinar um bæk-
ur“. Þorsteinn leiðir í ljós, á greinargóðan hátt, í hverju hinn „fjölþætti
galdur“ bókarinnar um Uppruna tegundanna er fólginn. Undir lok greinar-
innar beinir Þorsteinn sjónum að bókaflokknum sem umrædd bók er hluti
af, Lærdómsritum Hins íslenska bókmenntafélags, og minnist um leið stofn-
anda bókaflokksins, Þorsteins Gylfasonar heimspekings, sem lést með all-
sviplegum hætti í ágúst 2005. íslenskum áhugamönnum um heimspeki varð