Hugur - 01.01.2006, Page 11
Þorsteinn Gylfason - minning
9
lund. Hann féll ungur fyrir Kierkegaard (fyrir tilverknað afa síns, Vilmundar
Jónssonar, sem kynnti hann líka fyrir heimspeki Russells), hreifst af Sartre og
Heidegger, og þýddi Endurtekninguna eftir Kierkegaard um tvítugt. Að lokn-
um menntaskóla fór hann, að ráði föður síns eftir því sem hann sagði mér,
vestur um haf til Harvard, þar sem hann lauk BA-prófi í heimspeki. Einhvern
tíma á þessum árum hafði hann dvöl heima á Islandi þar sem hann lauk prófi
í íslenskum fræðum. Á Harvard-árunum gerðist Þorsteinn fráhverfur fyrri
átrúnaðargoðum í heimspekinni. Hann varð nemandi Quines í Harvard.
Hann hreifst af skarpleika og einfaldleika Quines, en ég efast um að sú heim-
speki hafi nokkurn tíma átt hug hans allan, enda kom fljótlega í ljós að Þor-
steinn hallaðist fremur að Wittgeinstein og Oxford-skóla þeirra Austins og
Ryles. Rosahnd Hursthouse, vinkona Þorsteins frá námsárunum í Oxford og
alla tíð síðan, bendir á í minningargrein um hann í Morgunblaðinu að þegar á
fyrsta námsári þeirra beggja í Oxford hafi Þorsteinn sýnt næman skilning á
síðheimspeki Wittgensteins. Hún lætur í ljósi efasemdir um að slíku efni hafi
mjög verið otað að nemendum við Harvard á tíð Þorsteins þar og leiðir get-
um að því að Þorsteinn hafi tileinkað sér heimspeki Wittgensteins alveg af
eigin rammleik. Hér þykist ég vita betur en Rosahnd. Meðal kennara á Harv-
ard sem Þorsteinn kynntist var Rogers nokkur Albritton. Hann var þjóð-
sagnapersóna í hfanda lífi meðal heimspekinga í Ameríku. Hann er þekktur
fyrir fjölmargt annað en rit sín sem urðu bara fimm greinar á langri ævi: per-
sónutöfra, einstaka skarpskyggni, viðræðusnihd og viðræðuúthald - og ást á
heimspeki Wittgensteins.1 Þorsteinn sat við fótskör Albrittons á Harvard.
Og ef mér skilst rétt og man rétt, var það í einhvers konar óformlegum hópi
útvaldra nemenda fremur en í venjulegri kennslu, en slíkt mun jafnan hafa
verið háttur Albrittons.
Þorsteinn hóf svo framhaldsnám við Oxfordháskóla árið 1965 og er þar
næstu árin undir handleiðslu Gilberts Ryle. Hann vann að doktorsritgerð í
sálarheimspeki, en hvarf heim til starfa við Háskóla íslands áður en henni
var lokið. Mig rekur ekki beinhnis minni til að Þorsteinn hafi sagt mér það
(sem hann kann þó að hafa gert fyrst ég held þetta svo eindregið), en ég hef
lengi staðið í þeirri trú að talsvert af síðari hluta Tilraunar um manninn, sem
er fyrsta bók Þorsteins og kom út árið 1970, sé unnin upp úr doktorsverk-
efni hans. Gamhr vinir Þorsteins sem ég hef spurt geta hvorki staðfest þetta
né hrakið. Eftir að Þorsteinn kom heim stóð hann í ýmsu auk kennslunnar
og uppbyggingar hennar sem hann lagði mikla rækt við. Meðal annars kom
hann Lærdómsritum Bókmenntafélagsins á legg og lagði í það gífurlega
vinnu. Á áttunda og níunda áratugnum birtust eftir hann margar greinar,
sumar langar, sem athygli vöktu: „Að hugsa á íslenzku" (Skírnir 1973), ,/Etti
sálarfræði að vera til?“ (Skírnir 1975), „Er vit í vísindum?" {Tímarit Máls og
menningar 1975), „Hvað er réttlæti?“ (Skírnir 1984) og „Tónhst, réttlæti og
sannleikur" (Andvari 1985) eru nokkrar þeirra merkustu og kunnustu.
Um Albritton sjá nánar minningarorð Calvins Normore: http://www.universityofcalifornia.
edu/senate/inmemoriam/RogersAlbritton.htm.