Hugur - 01.01.2006, Síða 13
Þorsteinn Gylfason - minning
ii
Þorsteinn trúði á sannleikann. Mest dálæti hafði hann þó á honum þegar
hann var í senn einfaldur, skýr og hugkvæmur. Eg held að velþóknun hans á
mörgu í rökgreiningarheimspeki skýrist af þessari eðlishvöt fremur en ein-
hverri hugmyndafræði eða kennisetningum rökgreiningarmanna. Hann
unni líka frjóum líkingum og því að sjá hið sameiginlega í mörgu. Hann vissi
ekkert fallegra en þegar sama eða hliðstæð hugmynd virtist ganga upp á ólík-
um sviðum. Við kenndum einu sinni fornaldarheimspeki saman. Hann túlk-
aði Anaxímandros og Herakleitos með þessa hugmynd um hið sama í mörgu
að leiðarljósi. Kennsla Þorsteins í þessum gömlu körlum varð mér skilnings-
náma.
I þessari ást á hinu eina í hinu marga komst Þorsteinn næst því að heillast
af kerfum. Hann hafði annars ímugust á flestri kerfisheimspeki, eða var þeg-
ar best lét öldungis áhugalaus um hana. Þeim mun verri þótti honum hún
sem hún var meir rist tilbúnum fræðiorðarúnum, fjarri hversdagslegum veru-
leika og „barnslega einföldum sannleika“. Af þessu leiðir að hann var tiltölu-
lega áhugalaus um rökgreiningarheimspekinga á borð við Carnap, Sellars
eða David Lewis. Aristóteles, Descartes og Kant mat hann að vísu mikils, en
ekki vegna kerfa þeirra heldur þrátt fyrir þau. Hjá öllum þessum er líka að
finna þann skýrleika hugsunarinnar og jafnvel þann frumlega einfaldleika
sem Þorsteinn laðaðist svo að. Af sömu ástæðum áttu hvorki Husserl, Heid-
egger né Sartre upp á pallborðið hjá honum (nema að því leyti sem orðaspeki
Heideggers kveikti hjá honum hugrenningar og þegar Sartre tekur dæmi og
segir sögur). En hann hafði ekki áhuga á heimspeki þeirra sem einhvers kon-
ar heildarkerfum. Sama á við um alla hefðina sem dregur dám af þeim.
Þrátt fyrir allan sinn lærdóm og vald á ólíklegustu hliðum heimspekinnar,
var Þorsteinn því á vissan hátt andófsmaður í heimspekinni, a.m.k. að svo
miklu leyti sem heimspekin verður lögð að jöfnu við kerfissmíð. Þótt hann
dáðist að hinu eina í hinu marga, held ég það hafi aldrei hvarflað að honum
að einhver ein eða tvær meginhugmyndir gætu verið lykillinn að öllu. Með
góða heilbrigða skynsemi, skarpskyggni og næman sans fyrir hinu óvænta og
sérstaka í teski sínu var hann fjölhyggjumaður sem mat hvert mál, hverja
gátu, eins og hún kom fyrir og sá á henni einhvern nýstárlegan flöt. Það var
lítt fyrirsegjanlegt hver dómur Þorsteins yrði, því hann var eiginlega alltaf
hugkvæmur og benti í áttir sem viðmælandi hans eða lesandi hafði ekki séð
fyrir eða hugsað út í. I þessu sem mörgu öðru var Þorsteinn engum líkur.
Eyjólfur Kjalar Emilsson