Hugur - 01.01.2006, Page 14
Hugur | 17. ÁR, 2005 | s. 12-26
Eigingildi í náttúrunni
- heimspeki á villigötum?
Þorvarður Árnason ræðir við bandaríska
náttúrusiðfræðinginn Holmes Rolston III
Holmes Rolston III (f. 1932) er einn af upphafsmönnum náttúrusiðfræðinn-
ar (e. environmental ethics) og jafnframt einn helsti fulltrúi visthverfrar (e.
ecocentric) hugsunar innan þessarar greinar.1 Rolston fékk snemma áhuga á
náttúrunni og hóf námsferil sinn í háskóla á því að læra eðlisfræði og líffræði.
Síðan venti hann kvæði sínu í kross og hóf nám í guðfræði, lauk doktorsprófi
í þeirri grein frá Edinborgarháskóla árið 1958 og vígðist síðan til prests hjá
Oldungakirkjunni. Rolston þjónaði í heimafylki sínu, Virginíu, í u.þ.b. ára-
tug en leitaðist jafnframt við að auka þekkingu sína á náttúrunni, m.a. með
því að sækja námskeið í náttúruvísindum. Hann lauk meistaraprófsgráðu í
vísindaheimspeki frá Pittsburgh-háskóla árið 1968 og tók í framhaldinu við
prófessorsstöðu í heimspeki og guðfræði við fylkisháskóla Colorado í Fort
Collins þar sem hann er nú University Distinguished Professor.
Rolston byrjaði að fást við náttúrusiðfræði fyrir alvöru um 1970 og hefiir
síðan að mestu leyti helgað sig fræðastörfum á því sviði.2 Hann hefiir skrifað
mikinn fjölda greina um náttúrusiðfræði og gefið út þrjár bækur á þessu sviði;
sú fyrsta þeirra, Philosophy Gone Wild, kom út árið 1986. Kjarninn í verkum
Rolstons er sú kenning hans að náttúran og fyrirbæri hennar búi yfir hlutlægu
eigingildi (e. intrinsic value), þ.e. sjálfstæðum, sjálfsprottnum gildum sem eru
algerlega óháð hagsmunum eða löngunum mannsins og eru jafnframt til
staðar í náttúrunni án tillits til þess hvort maðurinn kann að leggja mat á þau
eða ekki. Samkvæmt ofangreindu er mannskepnan ekki metandi og mæli-
kvarði alls gildis í heiminum, heldur fyrirfinnast gildi í náttúrunni sem koma
manninum sem slíkum ekkert við þó að hann geti auðvitað uppgötvað þau og
lært að meta þau fyrir það sem þau eru. Þessi gildi búa bæði í einstökum líf-
1 Um tilurð náttúrusiðfræðinnar og helstu fýlkingar innan hennar má m.a. lesa í grein Þorvarð-
ar Árnasonar „Náttúran sem siðfræðilegt viðfangsefni", Landahréfid, 18-19; 1 (2002), s. 58-65
- sjá http://www.umvefur.is/land/2002natturan.pdf.
2 Á heimasíðu Rolstons - http://lamar.colostate.edu/~rolston/ - má finna ítarlegar upplýsingar
um líf hans og starfsferil. Þar er einnig hægt að nálgast fjölmargar greinar eftir hann á rafrænu
formi.