Hugur - 01.01.2006, Side 15
Eigingildi ínáttúrunni - heimspeki á villigötum?
13
verum - mönnum, dýrum, plöntum o.s.frv. - og í lífrænum heildum eins og
tegundum, vistkerfiim og jafnvel h'fheimi jarðar í heild sinni. Gildi sem þessi
verðskulda virðingu af hálfu okkar mannanna og okkur ber jafnframt skylda
til að vernda og varðveita þau, líkt og önnur hhðstæð verðmæti í mannheimi.
Viðtalið sem hér birtist fór fram í Reykjavík í júní 2005, en Rolston var þá
staddur hér á landi í tengslum við ráðstefnuna „Náttúran í ríki markmið-
anna“ sem haldin var á Selfossi.
Islendingarpekkja liklega ekki, eða eru jafnvel efins um, hugmyndina um að nátt-
úran búi yfir eigingildi. Margir heimspekingar sem styðja málstað umhverfis-
verndar og er jafnvel kœrt um náttúruna virðast eiga erfitt með að stígapað skref
sem hugmyndirpínar krefast.
Flestir þeirra stíga ekki þetta skref. Þeir finna aðra leið til að bjarga náttúr-
unni, með skírskotun til fegurðar hennar eða nytsemdar eða einhvers í þá
veru. Ef til vill finnst þeim að við þurfiim ekki á hugmyndinni um eigingildi
náttúrunnar að halda, að við getum verndað hana á þann hátt sem nauðsyn-
legt er án þess að notast við þessa hugmynd. Kannski eru þeir andsnúnir
hluthyggju í einhverjum skilningi, þ.e. telja að við getum hreint ekki öðlast
þekkingu á hinum náttúrulega heimi. Einnig má vera að þeir séu einfaldlega
efasemdarmenn um þessi málefni og jafnvel önnur ámóta. Þeir viðurkenna
ef til vill að náttúran geti haft eigingildi en það sé engu að síður okkur of-
vaxið að vita slíkt fyrir víst. Við ættum því að vera raunsærri og notast við
hefðbundnar hugmyndir um hvers konar gæði felist í náttúrunni fyrir okk-
ur. Ef marka má þetta sjónarmið kemur siðfræðin fýrst til skjalanna þegar
einhverju sem er mikilvægt fyrir aðra menn er teflt í tvísýnu.
Mikilvægur hlutipess starfs sem pú hefur unnið í heimspeki um ævina hefur snú-
ist um náttúrugildi. Geturpú útskýrt stuttlega rökin fyrirpví aðpér finnst mik-
ilvægt að heimspekingar rannsaki gildi í náttúrunni?
Heimspekingum er mikilvægt að rannsaka gildi af hvaða toga sem er. Gildi
í þessum almenna skilningi eru fremur nýlegt hugtak í heimspekisögunni. I
fornöld hefði verið talað um gæði af ýmsu tagi. Sagan um leitina að hinu
góða í lífinu er býsna löng - segja má að um þetta snúist heimspeki öðru
fremur. Leitin að gildum í náttúrunni er í þessum skilningi í fiillu samræmi
við hina hefðbundnu heimspekilegu leit að þeim gæðum sem í lífinu felast.
Ef spurt er um dæmi um ágreiningsatriði á milli mín og hefðbundinnar
heimspeki gæti ég vísað alla leið aftur til Sókratesar. Hann heldur því fram
að „órannsakað líf sé einskis virði“3 og þar er ég svo sannarlega ekki ósam-
mála honum - en Sókrates taldi að hið rannsakaða líf ætti sér stað í Aþenu
og öðrum borgum Grikkja, og eins og við vitum lagði hann gífurlega mikið
af mörkum til hugsunar um hið góða h'f í samfélagi manna. Samt sem áður
3 Platón, Mdlsvöm Sókratesar (38A), í Síðustu dagar Sókratesar. Sigurður Nordal og Þorsteinn
Gylfason þýddu. Reykjavík, Hið íslenzka bókmenntafélag 1973, s. 66.