Hugur - 01.01.2006, Page 28
2Ó
Eigingildi i náttúrunni — heimspeki á villigötum?
ar mundir. Lífið heldur áfram að dafna í aldanna rás þótt einstaklingar og
tegundir deyi.
Þegar ég legg stund á frumspeki og skoða fyrirbæri eins og þessi í heild-
stæðu ljósi þá þarf ég að gera ráð fyrir mætti og skilningi sem nægja til að
skýra hvernig jafn stórkostlegur alheimur og þessi varð til, og hvernig hann
fær starfað. Það er í raun stóríurðulegt að alheimur eins og þessi skuli vera
til. Þegar hér er komið sögu getur heimurinn virst heilagur eða helgur. Og þá
segi ég: „Sé guð til ætti þetta ekki að koma á óvart.“ Eg tel ekki að atriði sem
þessi sanni tilvist guðs en á hinn bóginn tel ég að raunvísindin hafi hvorki
sýnt fram á neitt það sem gerir náttúruna sjálf-ljósa í víðum skilningi né
nokkuð sem útiloki fágaða trúarlega skýringu. Verið getur að raunvísinda-
menn tah um „kenningu um allt“ en þeir em engan veginn nálægt því að
sýna fram á að náttúran skýri sig að öllu leyti sjálf. Þeir halda því kannski
fram að allt hafi komið „úr tóminu" en þá á eftir að svara spurningum um
endimörk sem geta allt eins leitt hugann að hinu guðdómlega.
Og að sjálfsögðu má líta á mannveruna sem einhvers konar endanlega út-
komu eða að minnsta kosti ákaflega tilkomumikla útkomu alls þessa ferlis.
Ef ég bæti við mannlegum „anda“, mannlegri snilld, þörf manna fyrir sálu-
hjálp, frelsun, gott og illt, þörf fyrir réttlæti og kærleika - hluti sem við höf-
um alls ekkert rætt í þessu samtali þar sem þeir tengjast ekki náttúrusiðfræði
- þá má að mörgu leyti eigna mér hefðbundin trúarleg viðhorf.
Ef guð er til, ef guð skapaði heiminn og gerði hann góðan, líkt og sköp-
unarsagan segir, þá býr eigingildi í heiminum. Ef til vill geta flestar mann-
eskjur uppgötvað þetta eigingildi án þess að leita dýpri trúarlegra skýringa.
Megintilgangur röksemda minna er að koma á legg náttúrusiðfræði sem er
nægilega skýr og yfirgripsmikil til að forða eyðingu náttúrunnar. En ef ég er
í framhaldinu krafinn um dýpri rök mín fyrir þessu starfi, frumspekileg og
heimsfræðileg rök, þá helgast þau vissulega af því að ég er trúmaður.
Gunnar Sigvaldason pýddi