Hugur - 01.01.2006, Page 30
28
Walter Benjamin
heyra í þeim röddum sem við ljáum eyra bergmál þeirra radda sem nú eru
þagnaðar? Eiga ekki þær konur, sem við biðlum til, systur sem þær þekkja
ekki lengur? Ef svo er, þá eiga fyrri kynslóðir leynilegt stefnumót við okkur.
Þá var okkar vænst á jörðinni. Þá er okkur, eins og öllum fyrri kynslóðum,
gefinn veikur messíanískur máttur sem fortíðin á kröfu til. Þessi krafa verð-
ur ekki afgreidd með litlum tilkostnaði. Það veit sá sem aðhyllist sögulega
efnishyggju.
III
Annálaritarinn, sem telur upp atburði án þess að gera mun á stóru og smáu,
starfar þar með í anda þeirra sanninda að ekkert sem gerst hefur sé sögunni
glatað. Reyndar fellur fortíð mannkyns því ekki fullkomlega í skaut fyrr en
með endurlausn þess. Með öðrum orðum: ekki fyrr en með endurlausn sinni
verður mannkyninu unnt að vitna í hvert augnablik fortíðar sinnar. Sérhvert
augnablik sem það hefur lifað verður að citation á l’ordre du jour1 - en sá dag-
ur er einmitt hinn efsti.
IV
Hugið fyrst að fæði og klæðum, þá fellur Guðs
ríki sjálfkrafa í hendur yðar.
- Hegel, 1807
Stéttabaráttan, sem ævinlega stendur sagnfræðingi af skóla Marx fyrir hug-
skotssjónum, er barátta um pá hráu og efnislegu hluti sem engir fíngerðir og
andlegir hlutir væru til án. I stéttabaráttunni birtast þessir síðarnefndu hlut-
ir samt ekki eins og herfang sem kemur í hlut sigurvegarans. Þeir lifa í bar-
áttunni sjálfri í h'ki trausts, hugrekkis, kímnigáfii, klókinda og staðfestu og
þeir hafa áhrif aftur í fjarlægð tímans. Þeir varpa sífellt að nýju skugga efans
á hvern einasta sigur sem nokkru sinni hefur fallið valdhöfunum í skaut. Eins
og blóm snúa krónu sinni í sólarátt leitar hið liðna í krafti leyndrar tegund-
ar af ljósleitni í átt til peirrar sólar sem er að rísa á himni sögunnar. Það er
þessi breyting, sem lætur minna yfir sér en allar aðrar, sem talsmaður sögu-
legrar efnishyggju verður að átta sig á.
V
Hin sanna mynd fortíðarinnar pýtur hjá. í fortíðina verður ekki haldið nema
sem leiftrandi mynd sem kennsl verða borin á eitt augnablik og síðan aldrei
1
[Tilvitnun samkvæmt dagskrá.]