Hugur - 01.01.2006, Page 32
30
Walter Benjamin
með völdin fara hverju sinni. Þar með hefur talsmaður sögulegrar efnis-
hyggju fengið að vita allt sem hann þarf. Allir þeir, sem fram til þessa dags
hafa borið sigur úr býtum, eru þátttakendur í sigurgöngunni þar sem ráða-
menn okkar tíma troða fótum þá sem nú liggja á jörðinni. Eins og ætíð hef-
ur tíðkast hafa menn herfangið með sér í sigurgöngunni. Það kallast menn-
ingarleg verðmæti. Talsmaður sögulegrar efnishyggju hlýtur að virða þau
fyrir sér úr vissri ijarlægð. Því að hvaðeina sem hann sér þegar hann virðir
þau fyrir sér á sér í hans augum uppruna sem hann getur ekki hugsað til án
þess að fyllast hrolli. Tilvist sína eiga þau ekki eingöngu að þakka starfi
þeirra miklu snillinga sem skópu þau, heldur líka nafnlausri nauðungarvinnu
samtímamanna þeirra. Aldrei hefur verið til sú heimild um siðmenningu
sem ekki vottar jafnframt um villimennsku. Og engu fremur en vitnisburð-
urinn er arfleiðslan sjálf, þegar heimildirnar færast frá manni til manns, laus
við villimennsku. Talsmaður sögulegrar efnishyggju heldur sig því frá þessu
eins og kostur er. Hann h'tur á það sem verkefni sitt að strjúka sögunni á móti
háralaginu.
VIII
Saga hinna kúguðu kennir okkur að „undantekningarástandið" sem við
búum við er reglan. Við verðum að finna söguhugtak sem samrýmist því. Þá
sjáum við að verkefni okkar er að koma hinu raunverulega undartekningar-
ástandi á; og þar með batnar staða okkar í baráttunni gegn fasismanum. Fas-
isminn nærist ekki síst á því að andstæðingar hans mæta honum í nafni
framfaranna sem sögulegrar reglu. - Að furða sig á að það sem við upplifum
á tuttugustu öld geti „ennþá“ átt sér stað er ekki undrun heimspekingsins. Af
henni sprettur engin þekking, nema þá sú að söguhugmyndin sem ól hana af
sér er að engu hafandi.
IX
Mein Flugel ist zum Schwung bereit
ich kehrte gem zuriick
denn blieb’ ich auch lebendige Zeit,
ich hatte wenig Glúck.3
- Gerhard Scholem, Kveðja fráAngelus
Til er mynd eftir Klee sem heitir Angelus Novus. Á henni getur að h'ta engil,
sem virðist vera að fjarlægjast eitthvað sem hann starir á. Augun eru glennt
upp, munnurinn opinn og vængirnir þandir. Þannig hlýtur engill sögunnar
3
[Vængjum þöndum veifa ég, / vil helst aftursntia. / Myndi lífs á löngum veg / við litla gæfii búa.]