Hugur - 01.01.2006, Side 33
Um söguhugtakið
3i
að líta út. Hann snýr andliti sínu að fortíðinni. Þar sem okkur birtist keðja at-
burða sér hann eitt allsherjar hörmungarslys sem hleður án afláts rústum á
rústir ofan og slengir þeim fyrir fætur honum. Helst vildi hann staldra við,
vekja hina dauðu og setja saman það sem sundrast hefur. En frá Paradís berst
stormur sem tekur í vængi hans af þvílíkum krafti að engillinn getur ekki
dregið þá að sér. Þessi stormur hrekur hann viðstöðulaust inn í framtíðina,
sem hann snýr baki í, meðan rústirnar hrannast upp fyrir framan hann og
teygja sig til himins. Það sem við nefnum framfarir erýessi stormur.
X
Munir þeir sem klausturmunkum voru fengnir til hugleiðslu gegndu því
hlutverki að gera þá fráhverfa veröldinni og brambolti hennar. Hér er fylgt
hugsunarhætti sem sprottinn er af svipaðri ákvörðun. Ætlunin er að leysa
heimsbarn stjórnmálanna úr þeim viðjum sem þeir stjórnmálamenn, er and-
stæðingar fasismans höfðu bundið vonir sínar við, höfðu flækt það í, og gera
það einmitt á þeirri stundu þegar þeir liggja í valnum og staðfesta ósigur sinn
með því að svíkja eigin málstað. Þessar athuganir gera ráð fyrir því að
þrákelkin framfaratrú þessara stjórnmálamanna, ásamt trú þeirra á eigið
„fjöldafylgi" og þjónustulund þeirra við kerfi sem útilokað er að hafa stjórn
á, hafi verið þrjár hhðar á sama máh. Þannig er reynt að gefa til kynna hversu
dýrkeypt sú söguhugmynd, sem forðast samsekt við þá hugmynd sem þessir
stjórnmálamenn halda fast í, yrði fyrir venjubundna hugsun okkar.
XI
Jafnaðarstefnan hefur ávallt hneigst til fylgistefnu, ekki bara hvað aðferðir í
stjórnmálum snertir heldur einnig í hugmyndum sínum um hagkerfið. Þessi
fylgistefna var meðal þess sem olli hruninu síðar meir. Ekkert hefur spillt
þýsku verkalýðshreyfingunni meir en sú skoðun að hún fylgi straumnum.
Hún leit á þróun tækninnar sem þunga fljótsins er hún taldi sig fylgja. Frá
þeirri skoðun var aðeins hænufet yfir í þá firru að telja verksmiðjuvinnuna,
sem væri fylgifiskur tækniþróunarinnar, ávöxt stjórnmálabaráttunnar. Hið
gamla vinnusiðferði mótmælenda fagnaði upprisu sinni í veraldlegri mynd
meðal þýskra verkamanna. Strax í Gothastefnuskránni vottar fyrir þessum
ruglingi. Þar er vinnan skilgreind sem „uppspretta allra auðæfa og allrar
menningar.“ Marx hafði illan bifur á þessu og andmælti á þá leið að sá „sem
neyddist til að vera þræll þeirra sem hafa gert sjálfa sig að eignamönnum“
ætti engin önnur auðæfi en sitt eigið vinnuafl. Ruglandin bar þó engan skaða
af og hélt áfram útbreiðslu sinni; og skömmu síðar lét Josef Dietzgen eftir-
farandi boðskap út ganga: „Vinnan er bjargvættur nýja tímans ... I umbót-
um á vinnunni ... eru fólgin þau auðæfi, er nú geta komið því í verk sem