Hugur - 01.01.2006, Page 35
Um söguhugtakið
33
XIII
Dag frá degi skýrist málstaður okkar og dag frá
degi verður alþýðan klókari.
- Josef Dietzgen, Heimspeki jafnaðarstefnunnar
Það sem ávallt mótaði kenningu jafnaðarstefnunnar, og þó enn fremur fram-
kvæmd hennar, var óbilgjarnt framfarahugtak sem tók ekkert mið af veru-
leikanum. Framfarir, eins og jafnaðarmenn sáu þær fyrir sér, voru í fyrsta lagi
framfarir mannkynsins sjálfs (ekki eingöngu hæfileika þess og þekkingar). I
öðru lagi áttu þær sér engin takmörk (í samræmi við það að mannkynið geti
fullkomnast út í það óendanlega). I þriðja lagi var litið á þær sem óstöðvandi
í eðli sínu (þær renni sjálfkrafa eftir braut sem ýmist myndar beina línu eða
spíral). Allar þessar skoðanir eru umdeilanlegar, og gagnrýnin gæti tekist á
við hverja þeirra sem er. Gagnrýnin verður þó, þegar til kastanna kemur, að
komast á bak við þær allar og beina spjótum sínum að einhverju því sem er
þeim sameiginlegt. Hugmyndin um sögulegar framfarir mannkynsins verð-
ur ekki greind frá hugmyndinni um feril þess í gegnum tíma sem er einsleit-
ur og innantómur. Gagnrýni á þessa ferilhugmynd hlýtur að vera undirstaða
þess að gagnrýna framfarahugmyndina yfirleitt.
XIV
Uppruninn er takmarkið.
- Karl Kraus, Orð í bundnu máli, I. bindi
Sagan er efniviður sem byggt er úr. Sú uppbygging á sér ekki stað í tíma sem
er einsleitur og innantómur, heldur í tíma sem fylltur er nú-tíma. Þannig leit
Robespierre á Rómaveldi til forna sem fortíð hlaðna þeim nú-tíma sem hann
sprengdi út úr samfellu sögunnar. Franska byltingin leit á sjálfa sig sem Rórn
endurborna. Hún vitnaði í hið forna Rómaveldi á nákvæmlega sama hátt og
tískan vitnar í klæðnað fortíðarinnar. Tískan ber skyn á hvað hefur gildi
hverju sinni, hvar sem hún sér því bregða fyrir í þykkni hins liðna. Hún er
stökk tígursins inn í fortíðina. Nema hvað stökkið á sér stað á leikvangi þar
sem ráðastéttin stjórnar og skipar fyrir. Undir heiðum himni sögunnar jafn-
gildir þetta því díalektíska stökki sem Marx taldi byltinguna vera.
XV
Vitundin um að sprengja upp samfellu sögunnar er byltingarstéttum eigin-
leg á því augnabliki sem þær láta til skarar skríða. Franska byltingin tók nýtt
tímatal í notkun. Fyrsti dagurinn í hverju tímatali virkar eins og söguleg