Hugur - 01.01.2006, Page 36
34
Walter Benjatnin
hraðmyndavél. Og þegar öllu er á botninn hvolft er það alltaf sami dagurinn
sem snýr aftur í formi hátíðisdaga, sem eru minningardagar. Dagatölin telja
sem sagt tímann á annan hátt en klukkur. Þau bera vitni um söguvitund sem
virðist hafa horfið sporlaust úr Evrópu fyrir um hundrað árum. Strax í Júlí-
byltingunni átti sér stað atvik þar sem vitundin um þetta náði að gera vart
við sig. Þegar fyrsti dagur átakanna var að kvöldi kominn, kom í ljós að skot-
ið hafði verið á turnklukkur víða um París á sama tíma án þess að nein tengsl
væru þar á milli. Sjónarvottur nokkur, sem ef til vill á guðlegt innsæi sitt rím-
inu að þakka, orti þá:
Qui le croirait! on dit, qu’irrités contre l’heure
De nouveaux Josués, au pied de chaque tour,
Tiraient sur les cadrans pour arréter le jour.4
XVI
Talsmaður sögulegrar efnishyggju getur ekki án þeirrar hugmyndar verið að
samtíminn sé ekki umbreytingaskeið heldur hafi tíminn numið þar staðar og
haldi þar til. Því þessi hugmynd skilgreinir einmitt pá samtíð þar sem hann
skrásetur söguna fyrir sjálfan sig. Sögustefnan kemur fram með hina „eilífu1
mynd fortíðarinnar en sögulegur efnishyggjusinni setur fram reynslu af
henni sem er einstök í sinni röð. Hann lætur öðrum það eftir að ofurselja sig
skækjunni „Einu-sinni-var“ í hóruhúsi sögustefnunnar. Hann hefur fulla
stjórn á kröftum sínum og er maður til að sprengja upp samfellu sögunnar.
XVII
Að réttu lagi nær sögustefnan hámarki í allsherjarsögunni. Hvað aðferðir
snertir greinir söguritun efnishyggjunnar sig ef til vill skýrar frá henni en
nokkurri annarri. Allsherjarsagan á sér ekkert fræðilegt vopnabúr. Aðferð
hennar byggist á samlagningu: hún safnar staðreyndunum saman til að fylla
upp í einsleitan og innantóman tímann. Til grundvallar söguritun efnis-
hyggjunnar liggur hins vegar uppbyggileg meginregla. Hugsun felst ekki
einungis í hreyfingu hugmyndanna, heldur ekki síður í kyrrsetningu þeirra.
Þegar hugsunin stöðvast skyndilega í spennuþrungnu tengslakerfi veldur
hún því áfalk, sem hún kristallast í sem aleind \Monade\. Talsmaður sögu-
4
[Hver hefði trúað þessu! segja menn, að hinir nýju Jósúar, fullir ólundar út í líðandi stund, hafx
tekið sér stöðu við hvern einasta turn og skotið á klukkuskífirrnar til þess að stöðva daginn.]