Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 40
38
Jóhann Bjömsson
Luktar dyr1 og er öðru fremur leikrit um mannleg samskipti og þá erfiðleika
og neikvæðu reynslu sem oft þarf að takast á við þegar slík samskipti eru
annars vegar.
„Helvíti, pað eru hinir'
Alkunn er sú skoðun að fólk fari annað hvort til himnaríkis eða helvítis að
jarðlífi loknu. Helvíti er í því sambandi oft lýst sem fremur ógeðfelldum stað
með logandi eldum, steikjandi hita, pyntingartólum og miskunnarlausum
böðh sem sér til þess að gera mönnum allt til miska. I leikriti Sartres er svo
komið íyrir þremur einstaklingum að vítisvist hefur tekið við af jarðvistinni.
Þau Garcin, Inés og Estelle hafa hagað sér þannig í jarðnesku h'fi að ekkert
annað en vítisvist bíður þeirra.
„Hvar eru pyntingartólin?"2 spyr Garcin þegar hann kemur til helvítis og
kemur hvorki auga á logandi bál né pyntingartól. Hann á síðar eftir að kom-
ast að því að helvíti er öðruvísi en hann hafði gert sér í hugarlund. Ekki þarf
endilega logandi bál, steikjandi hita og skipulagðar pyntingar til þess að
mönnum finnist þeir vera í víti. Garcin, Inés og Estehe þurfa um ótakmark-
aðan tíma að deila lokuðu herbergi þar sem ómögulegt er að festa svefn.
Glögglega má sjá að mannleg samskipti þar sem engrar undankomu er auðið
og engan svefn er að fá geta hæglega gengið fram af hverjum sem er. Mann-
leg samskipti eru flókin og vandasöm og það getur verið erfitt að umbera aðra
til lengdar. Sú verður raunin í samskiptum þeirra Garcin, Inés og Estelle.
Til að byrja með eru samskipti þeirra á fremur kurteislegum nótum. Þeg-
ar tekur að líða á dvölina og enginn kemst undan öðrum fara samskiptin hins
vegar heldur að stirðna og þau fer að gruna að þau séu hvert annars böðull:
„Hver haldið þér að ég sé?“ spyr Garcin Inés og Inés svarar: „Þér eruð böð-
ulhnn, að sjálfsögðu." Garcin bregst við með eftirfarandi spurningum:
„Finnst yður ég í raun og veru líkjast böðli? Og hvernig þekkir maður böðla
þegar maður sér þá?“3
Inés hafði vissulega rétt fyrir sér samkvæmt kenningu Sartres. Garcin var sá
sem átti eftir að „pynta" hana en hún áttaði sig ekki á því að hún átti h'ka eft-
ir að gera Garcin lífið leitt og verða böðull hans. Síðar í leikritinu áttar Inés
sig á kjarna kenningar Sartres um mannleg samskipti og segir: „Böðuhinn,
það er hvert okkar gagnvart hinum tveimur.“4 Við erum hvert annars böðuh.
Satt er það en engu að síður er ekki auðvelt að trúa því: „Eg verð ekki böðuU
ykkar,“ segir Garcin og heldur áfram: „Ég vil ykkur ekkert iUt og mig varðar
ekkert um ykkur.“5 Vissulega óskar Garcin engum iUs en getur hann staðið
1 Jean-Paul Sartre, „Huis clos“ í Huis clos suivi de Les mouches (Gallimard 1947); ensk útg. „No
Exit“ í No Exit and Three other P/ays, þýð. Stuart Gilbert (Vintage Books 1955).
2 Sama rit, s. 15; ensk útg., s. 4.
3 Sama rit, s. 23-24; ensk útg., s. 8-9.
4 Sama rit, s. 41; ensk útg., s. 18.
5 Sama rit, s. 42; ensk útg., s. 18.