Hugur - 01.01.2006, Page 41
Þegar hinir eru helvíti
39
við það að gera aldrei neinum neitt til miska? Kemst hann upp með að láta
aðra afskiptalausa þrátt fyrir góðan ásetning? Mannleg samskipti taka breyt-
ingum, jafnvel með litlum sem engum fyrirvara. I dag má vera að ég sé í góðu
hjónabandi og eigi góð og heiðarleg samskipti við fjölskyldu mína og vini en
hef ég einhverja tryggingu fyrir því að slíkt ástand vari um ókomna tíð? „Lít
ég út fyrir að vilja gera þér eitthvað illt?“ spyr Inés og Estelle svarar: „Það er
ómögulegt að vita.“6 Sannleikskorn leynist í þessum ummælum því óháð því
hvernig fólk lítur út getur það hæglega valdið hvert öðru ómældum leiðind-
um og óhamingju, það getur eyðilagt hjónabönd og vinasambönd án þess að
hafa nokkurn tíma ætlað sér sh'kt. Sú staðreynd hversu margir ráðgjafar starfa
við að aðstoða fólk sem á í samskiptaerfiðleikum ber þess glöggt vitni að
mannleg samskipti eru síður en svo einfalt mál. Niðurstaðan verður því sú að
í raun og veru er fólk hvert öðru einhverskonar helvíti eða eins og Garcin
kemst að orði í lok leikritsins: „Svo þetta er þá helvíti. Aldrei hefði ég trúað
því. Spáið í það - brennisteinn, bálkestir og járngrindur. Hvílíkur brandari!
Það er engin þörf á járngrindum. Helvíti, það eru hinir.“7 8
Mannleg samskipti eru helvíti hkust að mati Sartres og sérhver persóna í
leikriti hans, rétt eins og títt er í hinu raunverulega, hversdagslega lífi, er föst
í siðferðilegum og erótískum ógöngum: Getur Inés treyst Estelle? Getur
Garcin borið virðingu fyrir Estelle og geta þau í raun verið vinir?
Sérhver einstaklingur vill að aðrir skilji sig eins og hann skilur sig sjálfiir.
Ég vil að aðrir h'ti á mig eins og ég lít á sjálfan mig, að aðrir meti mig jafn
mikils og ég met sjálfan mig. Þetta er skiljanlegt sjónarmið en erfitt getur
verið að gera það að veruleika í raunverulegum mannlegum samskiptum.
Allir eiga sér einhverjar tilfinningar, trú, vilja og vonir sem ekki fara alltaf
saman við væntingar annarra: Estelle Hfir í voninni um að verða aðlaðandi í
augum Garcins, Inés þráir Estelle og segir Garcin vera hugleysingja og
Garcin getur ekki notið ásta með Estelle þegar Inés er nærri. Sérhver er ann-
ars böðull og helvíti er ekkert annað en vonlaus og endalaus samskipti milli
einstaklinga þar sem enginn finnur frelsi sínu farveg án þess að rekast á tak-
markanir frá öðrum. Olíkt aðstæðum þeirra Palla og Róbinsons Krúsó er ég
í helvíti, að mati Sartres, vegna þess að til er annað fólk. Hvernig kemst hann
að þeirri niðurstöðu?
Að sjá og vera séður
I höfuðriti Sartres Veru og neindP sem leit dagsins ljós 1943, ári áður en Lukt-
ar dyr kom út, setur hann hugmyndir sínar um mannleg samskipti fram á
fræðilegan hátt. Þar segir hann það vera í erli daglegs hfs sem annar einstak-
6 Sama rit, s. 45; ensk útg., s. 20.
7 Sama rit, s. 92; ensk útg., s. 47.
8 Jean-Paul Sartre, L'étre et le ne’ant (Gallimard 1943); ensk útg. Being and Nothingness, þýð.
Hazel E. Barnes (Washington Square Press 1956).