Hugur - 01.01.2006, Page 43

Hugur - 01.01.2006, Page 43
Þegar hinir eru helviti 4i Að verða fyrir augnaráði hins samkvæmt heimspeki Sartres er engan veg- inn jákvæð reynsla. Það minnir mig á mitt eigið varnarleysi. Eg er varnarlaus þar sem ég stend frammi fyrir augnaráði hins. Mér er með öllu ómögulegt að skynja augu hins á sama hátt og ég gerði áður en hann fór að horfa á mig og var eins og hver annar hlutur í umhverfi mínu. Ég tek ekki einu sinni eft- ir lit augnanna á meðan augnaráð hins beinist að mér. Augnaráðið getur átt sér stað í raun, þegar einhver horfir raunverulega á mig, en það getur einnig birst sem möguleiki sem hefur áhrif á mig. Sartre tekur dæmi um mögulega nærveru augnaráðsins þar sem gluggatjöld bærast í vindi inni í íbúð minni. Hreyfing gluggatjaldanna staðfestir möguleikann á augnaráðinu. Er einhver þarna á bak við gluggatjöldin, eða rétt fyrir utan gluggann? Beinist augnaráð einhvers að mér? Horfir einhver á mig úr laun- sátri? Augnaráðið reynist mér óþægilegt því að þegar einhver horfir á mig þá er horft á mig og engan annan. Hvernig bregst ég við? Eða, svo spurningin sé orðuð að hætti Sartres: „Hvað merkir það fyrir mig að vera séður?“12 Til þess að skýra merkingu þess að vera séður af öðrum nefnir Sartre dæmi af manni sem er forvitinn eða afbrýðisamur og liggur á hleri. Hann krýpur á kné við luktar dyr og gægist gegnum skráargat. Á þessari stundu er viðkom- andi í vitundarástandi sem einkennist af því að hann er gjörsamlega upptek- inn af atburðarásinni handan hurðarinnar. Hann samsamar sjálfan sig gjör- samlega við breytni sína í þeim skilningi að ekkert hefur áhrif á hegðun hans. Hann hefur ekki þekkingu á afbrýðisemi sinni eða forvitni í þeirri merkingu að hann átti sig á henni heldur er hann afbrýðisemin eða forvitnin holdi klædd, segir Sartre.13 Hann er sín eigin breytni og þar með allsendis ómeð- vitaður um sjálfan sig og það sem hann er í raun að gera. Hvað gerist þegar fótatak heyrist á ganginum þar sem hann liggur á gægjum? Þessa var ekki vænst þar sem hann hafði samsamað sig atburða- rásinni handan hurðarinnar. Ályktun er dregin þess efnis að einhver annar sé kominn til skjalanna, einhver sé að horfa, augnaráði hins er beint að þeim sem liggur á gægjum og skyndilega verður hann meðvitaður um breytni sína og stöðu: „Eg sé sjálfan mig vegna þess að einhver sér mig“14 segir Sartre. Það sem gerist þegar hinn kemur að mér við óheppilegar aðstæður eins og þegar ég ligg á gægjum er að ég verð meðvitaður um að „flýja“ sjálfan mig eins og Sartre orðar það. Ég fer að skammast mín, einhver hefiir komið að mér þar sem ég var að aðhafast eitthvað sem ekki telst tilhlýðilegt. En hvers vegna er það ekki viðeigandi að liggja á gægjum? Þetta er spurn- ing sem Sartre reynir ekki að svara þar sem það nægir honum að vita að það er klárlega rangt að liggja á gægjum í því tilviki sem dæmið fjallar um. Það er skömmin sem segir að klárlega sé um ranga breytni að ræða en skömmin segir manni ekki hvers vegna breytnin er röng. Skömmin á rætur sínar að rekja í tilvist hins. Það er vegna hins sem ég fer að skammast mín, ég get að- 12 Sama rit, s. 316; ensk útg., s. 347. 13 Sama rit, s. 317; ensk útg., s. 347. 14 Sama rit, s. 318; ensk útg., s. 349.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.