Hugur - 01.01.2006, Page 43
Þegar hinir eru helviti
4i
Að verða fyrir augnaráði hins samkvæmt heimspeki Sartres er engan veg-
inn jákvæð reynsla. Það minnir mig á mitt eigið varnarleysi. Eg er varnarlaus
þar sem ég stend frammi fyrir augnaráði hins. Mér er með öllu ómögulegt
að skynja augu hins á sama hátt og ég gerði áður en hann fór að horfa á mig
og var eins og hver annar hlutur í umhverfi mínu. Ég tek ekki einu sinni eft-
ir lit augnanna á meðan augnaráð hins beinist að mér.
Augnaráðið getur átt sér stað í raun, þegar einhver horfir raunverulega á
mig, en það getur einnig birst sem möguleiki sem hefur áhrif á mig. Sartre
tekur dæmi um mögulega nærveru augnaráðsins þar sem gluggatjöld bærast
í vindi inni í íbúð minni. Hreyfing gluggatjaldanna staðfestir möguleikann á
augnaráðinu. Er einhver þarna á bak við gluggatjöldin, eða rétt fyrir utan
gluggann? Beinist augnaráð einhvers að mér? Horfir einhver á mig úr laun-
sátri? Augnaráðið reynist mér óþægilegt því að þegar einhver horfir á mig þá
er horft á mig og engan annan. Hvernig bregst ég við? Eða, svo spurningin
sé orðuð að hætti Sartres: „Hvað merkir það fyrir mig að vera séður?“12
Til þess að skýra merkingu þess að vera séður af öðrum nefnir Sartre dæmi
af manni sem er forvitinn eða afbrýðisamur og liggur á hleri. Hann krýpur á
kné við luktar dyr og gægist gegnum skráargat. Á þessari stundu er viðkom-
andi í vitundarástandi sem einkennist af því að hann er gjörsamlega upptek-
inn af atburðarásinni handan hurðarinnar. Hann samsamar sjálfan sig gjör-
samlega við breytni sína í þeim skilningi að ekkert hefur áhrif á hegðun hans.
Hann hefur ekki þekkingu á afbrýðisemi sinni eða forvitni í þeirri merkingu
að hann átti sig á henni heldur er hann afbrýðisemin eða forvitnin holdi
klædd, segir Sartre.13 Hann er sín eigin breytni og þar með allsendis ómeð-
vitaður um sjálfan sig og það sem hann er í raun að gera.
Hvað gerist þegar fótatak heyrist á ganginum þar sem hann liggur á
gægjum? Þessa var ekki vænst þar sem hann hafði samsamað sig atburða-
rásinni handan hurðarinnar. Ályktun er dregin þess efnis að einhver annar sé
kominn til skjalanna, einhver sé að horfa, augnaráði hins er beint að þeim
sem liggur á gægjum og skyndilega verður hann meðvitaður um breytni sína
og stöðu: „Eg sé sjálfan mig vegna þess að einhver sér mig“14 segir Sartre. Það
sem gerist þegar hinn kemur að mér við óheppilegar aðstæður eins og þegar
ég ligg á gægjum er að ég verð meðvitaður um að „flýja“ sjálfan mig eins og
Sartre orðar það. Ég fer að skammast mín, einhver hefiir komið að mér þar
sem ég var að aðhafast eitthvað sem ekki telst tilhlýðilegt.
En hvers vegna er það ekki viðeigandi að liggja á gægjum? Þetta er spurn-
ing sem Sartre reynir ekki að svara þar sem það nægir honum að vita að það
er klárlega rangt að liggja á gægjum í því tilviki sem dæmið fjallar um. Það
er skömmin sem segir að klárlega sé um ranga breytni að ræða en skömmin
segir manni ekki hvers vegna breytnin er röng. Skömmin á rætur sínar að
rekja í tilvist hins. Það er vegna hins sem ég fer að skammast mín, ég get að-
12 Sama rit, s. 316; ensk útg., s. 347.
13 Sama rit, s. 317; ensk útg., s. 347.
14 Sama rit, s. 318; ensk útg., s. 349.