Hugur - 01.01.2006, Page 46
44
Jóhanti Björnsson
vart hinum, auk þess að fallast á ábyrgð mína í stöðunni, get ég farið að snúa
vörn í sókn og hlutgert hinn. Eg ætla mér ekki að láta augnaráð hans halda
mér föngnum, ég sný taflinu við og horfi á móti, augnaráð mitt fær hinn til
þess að bregðast við, til dæmis með því að líta undan, roðna eða skammast sín
- á sama hátt og augnaráð hans kallaði fram viðbrögð hjá mér stuttu áður.
Þar með hefur mér tekist að endurheimta frelsi mitt og möguleika á sama
tíma og mér hefur tekist að takmarka frelsi og möguleika hins.
Allir eru alltaf í helvíti
Athygli vekur að mannleg samskipti eru að mati Sartres þrungin spennu þar
sem einstaklingarnir skiptast á að fara með völdin, hlutgera hver annan og
dæma. Hinn reynir að hlutgera mig og takmarka frelsi mitt og ég reyni slíkt
hið sama gagnvart hinum. Þegar mér hefiir tekist að skáka hinum og hann
er kominn í stöðu hlutarins verð ég engu að síður að fara gætilega því hann
gæti skyndilega snúið vörn í sókn og hlutgert mig:
Þess vegna er það stöðugt áhyggjuefni mitt að halda hinum í stöðu
hlutarins og samskipti mín við hann þegar hann er í þeirri stöðu
miða að því að halda honum þannig sem mest ég má. En eitt lítið
augnatillit af hans hálfu nægir til þess að kollvarpa þessu sambandi
mínu við hann.18
Þessu einkenni mannlegra samskipta líkir Sartre við helvíti eins og fram hef-
ur komið og hann lýsir á ljóslifandi hátt í leikriti sínu Luktar dyr. Þar skiptust
Estelle, Inés og Garcin á að hlutgera hvert annað og dæma. Einu tilvikin þar
sem jákvæð samskipti19 eiga sér stað á milli tveggja einstaklinga er þegar þeir
sameinast andspænis hinum þriðja eða þegar báðir eru uppteknir við að horfa
á sama atburðinn eins og til dæmis gerist á leiksýningum. Hér er um einstök
tilvik að ræða og geta þau ekki flokkast sem grunngerð mannlegra samskipta.
Sartre er vel meðvitaður um þessa afstöðu sína til mannlegra samskipta
sem er neikvæð vegna þess að togstreitan á milli fólks er allsráðandi og var-
anleg. Um þetta segir hann sjálfur:
Án efa kann einhver að benda á að lýsing mín á mannlegum sam-
skiptum sé takmörkuð þar sem ekki er rúm fýrir samskipti sem við
upplifum án átaka og togstreitu við aðra heldur í sátt og samlyndi
við þá.20
18 Jean-Paul Sartre, L'étre et le néant, s. 358; ensk útg., s. 394.
19 Þegar ég tala um jákvæð samskipti í þessu samhengi á ég við samskipti þar sem ekki á sér stað
sú togstreita og þau átök í samskiptum sem einkennandi eru fyrir lýsingu Sartres á mannleg-
um samskiptum.
20 Sama rit, s. 484; ensk útg., s. 534-535.