Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 49
Þegar hinir eru helvíti
47
Augnaráð Sartres er aðeins eitt afbrigði augnaráðsins og lýsing Sartres á
því, sem slíku, er engan veginn slæm. En til eru augnaráð af öðrum toga, til
að mynda augnaráð vonar, vinsemdar og ástar. Hvernig skyldi augnaráð
Róbinsons Krúsó og björgunarmanna hans hafa verið þegar honum var loks-
ins komið til bjargar? Varla hefur falist mikil togstreita í því, heldur þvert á
móti léttir og von.
Eins og fram kom í upphafi greinarinnar er enginn nokkurn tímann einn
í heiminum, við búum í samfélagi við annað fólk þar sem sammannleg
reynsla skiptir verulegu máli. Mannleg samskipti eins og Sartre lýsir þeim,
þar sem hinir eru helvíti, eru aðeins ein hlið mannlegra samskipta. Mannleg
samskipti geta tekið á sig ýmsar myndir, hinir geta vissulega verið mér hel-
víti, en eins og þeir Palli sem var einn í heiminum og Róbinson Krúsó máttu
reyna geta hinir oftar en ekki reynst manni h'fsnauðsynlegir til þess að finna
lífinu fyllri tilgang. Við slíkar aðstæður er hæpið að nota orðalag Sartres,
„hinir eru helvíti“.
Abstract
When Hell is Other People: On human relations in Sartre’s philosophy
In this paper Jean-Paul Sartre’s theory of intersubjectivity is discussed as
found in his phenomenological study Being and Nothingness and in relation
to his literary work No Exit. Sartre declared that conflict is the fimdamental
structure in all interpersonal relations and his famous sentence „Hell is other
people" is descriptive of his notion. There is a certain truth in Sartre’s
description; other people can be regarded as „hell“ in my life. However, this
description is shown to be one-sided, conveying only a part of the whole
truth concerning interpersonal relations. Some of Sartre’s critics, notably
Maurice Merleau-Ponty, Robert G. Olson and M. De Tollenaere, have arg-
ued that in order to be regarded as a valuable theory of intersubjectivity in
its widest range, Sartre’s theory is lacking in some important aspects.