Hugur - 01.01.2006, Síða 67
Hugur | 17. ÁR, 2005 | s. 65-79
Sara Heinámaa
Eining líkama og sálar
og kynjamismunur
Frá Descartes til Merleau-Pontys og Beauvoir
Innan femínískrar heimspeki hefur löngum verið til siðs að ráðast á Descart-
es sem afspyrnu karllægan hugsuð. Sá skilningur hefur verið sameiginlegur
femínískum gagmýnendum innan jafn ólíkra hefða og rökgreiningarheim-
speki, marxisma og fræðilegrar sálgreiningar, að kartesismi sé aðeins, eða
fyrst og fremst, hindrun á vegi femínískra hugðarefna.1
Nýverið hafa nokkrir femínískir fræðimenn sem fást við Descartes veitt
þessu sjónarmiði mótspyrnu. Lisa Shapiro (1997, 1999a, 1999b), Martina
Reuter (1999, 2000, 2004) og Lilli Alanen (2002, 2004) hafa þvert á móti
haldið því fram að í fræðilegri arfleifð Descartes megi finna dágóðan sarp
fyrir kraftmikla gagnrýni.2 Verk þessara heimspekinga sýna að í fórum
Descartes leynast ekki aðeins hugmyndir og röksemdir sem reynst hafa mik-
ilvægar femínískum þankagangi og hreyfingum, heldur og hugmyndabanki
sem enn hefiir ekki verið fiillnýttur - og jafnvel ekki uppgötvaður.
Fyrst má nefna að Descartes kynnir til sögunnar hugmyndina um jafna
skynsemi og vinnur jafnframt úr henni, en þessi hugmynd leikur lykilhlut-
verk í röksemdum femínista fyrir menntun og fræðistörfum kvenna. I öðru
lagi: röksemdir hans gegn kreddukenndri heimspeki og staðnaðri vanabund-
inni hugsun leggja h'nurnar fyrir hvers kyns heimspekilegt starf sem heldur
á lofti gagnrýni og sjálfskoðun. Enn áhugaverðari eru þó þær staðhæfingar
fræðimanna að í fórum hans, einkum í bréfaskiptum hans við Elísabetu
prinsessu af Bæheimi, megi finna gnótt frjórra hugmynda um einingu hug-
ar og líkama, sem og lofvænlegar siðfræðilegar hugleiðingar.3
1 Elisabeth Grosz heldur því til dæmis fram að „að svo miklu leyti sem femínisk kenningasmíð
tileinkar sér með ógagnrýnum hætti þessar sameiginlegu forsendur [kartesismans] tekur hún
þátt í að draga úr félagslegu vægi líkamans sem er samstíga kúgun kvenna" (1994,10). Susan
Hekman fúllyrðir - og styðst þar við túlkun sína á Cixous, Irigaray og Kristevu - að „framtíð
femínískrar kcnningasmíðar felist í því að hafna hinni kartesísku sjálfsveru" (1990, 92).
2 Sbr.James 1997, Tollefsen 1999.
3 Sjá einnig Irigaray 1984, Heinamaa 1999.