Hugur - 01.01.2006, Síða 70
68
Sara Heinámaa
þekkingarfræðilegu lausnina í hávegum, bæði innan náttúruhyggju, pragmat-
isma, marxisma, túlkunarfræði, afbyggingar og siðfræðilegrar frumspeki.8
Eg held því hins vegar fram að í gagnrýninni ígrundun Merleau-Pontys
felist að ekki þurfi að snúa baki við þekkingarfræðilegum ramma Descartes
til að stofna til heimspekilegrar orðræðu um kynjamismun. Merleau-Ponty
leggur til að í stað þess að hafna kartesískri þekkingarfræði beri okkur að
gera hana róttækari.
Merleau-Ponty víkur af leið flestra textaskýrenda með því að telja smætt-
un samsetningarinnar sál-h'kami niður í einbera hagnýta hugmynd ekki leiða
af þekkingarfræðilegum grunnforsendum Descartes. Hann heldur því þvert
á móti fram að þessi óheppilega niðurstaða hljótist af því að Descartes van-
ræki að fylgja eigin leiðabók: það sem olli vandanum var ekki hugsjónin um
skýrleika og greinileika heldur fordómar í garð skynjunarinnar.
Til að koma auga á hvað tillaga Merleau-Pontys snýst um þurfiim við að
fara ofan í saumana á greiningu hans á vandanum um þekkingarlega stöðu
skynreynslunnar. Merleau-Ponty heldur því fram að hefði Descartes virt
kröfima um skýra og greinilega hugsun sem skyldi, hefði hann að endingu
ekki gert skynjanir, skynreynslu og tilfinningar brottrækar úr fyrstu heim-
speki sinni, heldur áttað sig á að þær má líka telja til áreiðanlegra hugmynda.
Vert er að gefa því gaum að í Lögmálum heimspekinnar (1. hluta, §46)
gengst Descartes sjálfur við möguleikanum á að gera afmarkaða grein fyrir
ástríðum [passions].
Finni til dæmis einhver til átakanlegs sársauka er skynjun hans á
honum sannarlega skýr en ekki endilega greinileg. Það er nefnilega
algengt að fólk rugli þessari skynjun saman við einhvers konar
óljósan dóm sem það fellir um eðli einhvers sem það heldur að sé til
þar sem sársaukinn á sér stað og sem það gerir ráð fyrir að líkist sárs-
aukakenndinni (Descartes AT VIIIA 22, CSM I 208).
Og ennfremur:
Eftir standa skynjanir, tilfinningar og langanir. Þær má nema með
skýrum hætti, að því gefnu að við gætum þess við dóma að peir taki
til einskis umfram það sem er strangt til tekið að finna í skynjun okk-
ar - einskis umfram það sem við höfum vitund um hið innra. En
þessari reglu er afar erfitt að fylgja, í öllu falli hvað varðar skynjanir
(Descartes AT VIIIA 32, CSM I 216, skáletrun mín).
Sjá til dæmis Irigaray, Éthique de la dijférence sexuelle (1984), Seyla Benhabib, Situating the Self:
Gender, Community, andPostmodemism in Contemporary Ethics (1992), og Rosalyn Diprose, The
Bodies ofWomen: Ethics, Embodiment and Sexual Dijference (1994). Spínózískan valkost við hið
kartesíska viðhorf má finna hjá Elisabeth Grosz (1994), Genevieve Lloyd (1994) og Moira
Gatens (1996).
8