Hugur - 01.01.2006, Page 71
Eining likama og sálar og kynjamismunur
69
Descartes heldur því hér fram að ástríður séu afar sjaldan greinilegar en hins
vegar megi jafnan leitast við að hreinsa þær og skýra. Merleau-Ponty bend-
ir aftur á móti á að samkvæmt Descartes leiðir sh'kt hreinsunarferli til þess
að ástríðurnar verða einskis nýtar hvað afleiðslu varðar. Eftir sitjum við með
hugsanir okkar, sem að sönnu eru fyllilega skýrar en hafa þó enga innri form-
gerð né heldur tengsl við nokkrar aðrar hugsanir (Merleau-Ponty 1945, 9
o.áfr./3 o.áfr.). Þegar búið er að hreinsa burt hvers kyns ruglingslegar hugs-
anir um uppruna sársaukans, hefur sársaukakennd til dæmis enga aðra eig-
inleika en hinn skynjanlega sársauka (Descartes AT VIIA 22, CSM I 208).
Að sama skapi felur skynjun á hvítum lit ekki í sér neitt annað en þennan til-
tekna lit (Descartes AT VII 82, CSM II 56-57) og sama gildir um bjöllu-
hljóm, þegar skynjunin á honum hefur verið hreinsuð af ruglingi er hún fá-
brotin í sama mæh (Descartes AT XI 346, CSM I 337).
Frumleikinn í þessari túlkun Merleau-Pontys á Descartes felst í skilningi
hans á þeim ástæðum sem leiddu Descartes til að úthýsa skynreynslu úr
frumspekinni. Samkvæmt Merleau-Ponty hafnar Descartes ekki ástríðunum
á þeim forsendum að þær séu, samkvæmt skilgreiningu, ruglingslegar hugs-
anir, heldur skilur hann þær útundan vegna gagnsleysis þeirra þegar afleiðsla
er annars vegar. Af þeim verða ekki leidd ný sannindi. Þegar skynjanir, skyn-
reynsla og tilfinningar hafa verið rúnar öllum ruglingi eru þær líkastar
dreifðum og sundurlausum sannleikskornum.
Vilji maður ljá ástríðunum heimspekilegan sess ber því enga þörf til að
víkja frá kröfunni um skýrleika og greinileika eða hugmyndinni um þekking-
arfræði sem hina fyrstu heimspeki. Á hinn bóginn er okkur frjálst að draga í
efa greinargerð Descartes fyrir eðli skynreynslunnar.9 Og það er einmitt
þetta sem Merleau-Ponty gerir í Fyrirbœrafrœði sinni. Á grundvelli vanga-
veltna sinna um fyrirbærafræðilegar túlkanir á skynheildarsálfræði heldur
hann því fram að skynjanir færi ekki fram „hreina eiginleika“, þ.e. þætti
reynslunnar sem h'kastir eru atómi eða punkti; þær hafa innri formgerð og
standa í flóknum innri tengslum hver við aðra (Merleau-Ponty 1945, 9
o.áfr./3 o.áfr., 429-432/374-376).
Merleau-Ponty vekur máls á dæmi Sartres um rauðan blett.
Þessi rauði blettur sem ég sé á teppinu er aðeins rauður vegna skugg-
ans sem bregður á hann [...] að síðustu væri þessi rauði litur ekki
bókstaflega sá sami ef hann væri ekki sá „rauði uharhtur“ sem er á
tilteknu teppi (Merleau-Ponty 1945,10/5).
Hann heldur röksemdafærslunni áfram með því að grípa til dæmis Descart-
es um sársaukann sem finna má í afskornum útlim:
Þegar [...] ég er sannfærður um að hafa skynjað er fuhvissan um ein-
ítarlegri rökfærslu má finna hjá Heinamaa 2003a.