Hugur - 01.01.2006, Page 74
72
Sara Heinámaa
samofið því hvernig hún gengur og hvíhst, grípur og kastar, heilsar, talar og
hugsar. Eins og Merleau-Ponty bendir á:
Þannig er kynferðið ekki sjálfstæð og fullkomin hringhreyfing. Það
stendur í innri tengslum við heild hinnar virku og vitandi veru, og
þessir þrír hlutar atferlisins eru birtingarmyndir tiltekinnar dæmi-
gerðrar formgerðar og eiga í gagnkvæmu tjáningarsambandi hver við
annan (Merleau-Ponty 1945,184/157).
Oll svið atferlis eru þannig tengd kynferði. En þarna er ekki um ytri tengsl
að ræða. Tengingin á sér stað hið innra í þeim skilningi að ekki er hægt að
skilja hugmyndirnar sem standa í tengslunum, og ekki einu sinni bera kennsl
á þær, án tillits til skírskotana þeirra sín í milli. Hið kynferðislega í lífi mann-
eskju eða samfélags verður aðeins séð og skilið með því að athuga heildar-
atferli manneskjunnar eða samfélagsins.
Hvorki má líta á kynferði né nokkurt annað athafnasvið, svo sem vit eða
samskipti, sem hinn upprunalega þátt manneðlisins því að sérhver sh'kur
þáttur hefur alla hina að forsendu. Kynferðishegðun er ekki birtingarmynd
djúpstæðari háttar reynslunnar. En hið gagnstæða á heldur ekki við; aðrir
hættir þess að vera gerandi eða þolandi, til dæmis hvað varðar vitsmuni eða
listir, ákvarðast ekki heldur af kynferði sem líta ætti á sem upprunalegra
(Merleau-Ponty 1945, 185-194/159-166). Öllu heldur myndar kynferðið,
ásamt öðrum háttum atferlisins, sameinaða heild sem svipar til texta eða
listaverks. Allir þættir vísa hver til annars og þá má aðeins skilja út frá þess-
um skírskotunum (Merleau-Ponty 1945,197/169).
Merleau-Ponty notar ekki aðeins þessi háttahugtök13 um hátterni og stíl
til að lýsa kynferðisatferli og erótískum samböndum heldur einnig til að gera
grein fyrir kynbundnum sjálfsmyndum. Hann skrifar:
Kona sem fer hjá er ekki fyrst og fremst líkamlegar útlínur fyrir mér,
gína í lit eða sjónarspil. [...] Hún er tiltekinn háttur á því að vera
hold sem er alfarið gefinn í göngulagi hennar eða jafnvel í einberu
högginu þegar hæll hennar nemur við jörð - líkt og spenna bogans
er til staðar í öllum trefjum viðarins - afar eftirtektarvert tilbrigði við
venjubundið form þess að ganga, horfa, snerta og tala, sem ég bý yfir
í sjálfsvitund minni vegna þess að ég er líkami (Merleau-Ponty
1947, 67-68/54).
I útlistun Merleau-Pontys er það að vera karl eða kona ekki spurning um að
búa yfir einhverjum fastráðnum eiginleika eða eiginleikum. Kynjasjálfs-
myndir eru ekki fastar stærðir innan um mergð hinna ólíku mynda atferlis-
13 Með orðinu „háttur" á ég við rnyndir og máta breytninnar. Þar af leiðir að þetta heiti á ekki að
binda við þá notkun þess í rökfræði sem nú tíðkast og einskorðast við hugtökin um nauðsyn og
möguleika.