Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 75
Eining líkama og sálar og kynjamismunur
73
ins. Þær þróast og breytast með tímanum, og það á við um öll reynslusvið,
andleg og líkamleg, persónuleg og nafnlaus. Samt verðum við áskynja um
einhvern varanleika, ekki stöðugleika verundar eða eiginleika, heldur sam-
fellu ákveðins háttar atferlisins — sem bera má saman við samfelluna í ávana,
stíl eða hefð.
Fyrirbærafræði Merleau-Pontys varð Simone de Beauvoir innblástur til að
þróa nýja leið til að ræða um tengsl karla og kvenna.14 Merki um þetta má
sjá þegar í upphafi Hins kynsins. Þegar Beauvoir kynnir hina vel þekktu hug-
mynd sína um konuna sem „verðandi“, vísar hún til umfjöllunar Merleau-
Pontys um kynferði og handanvísun:
Það er aðeins frá mennskum sjónarhóh sem hægt er að bera saman
kven- og karlkyn mannskepnunnar. En skilgreiningin á manneskju
er sú að hún er ekki gefin vera, heldur vera sem gerir sig að því sem
hún er. Eins og Merleau-Ponty bendir réttilega á er maðurinn ekki
tegund í náttúrunni heldur söguleg hugmynd. Konan er ekki fast-
ráðinn veruleiki heldur verðandi. Það er í verðandi hennar sem ætti
að bera hana saman við karlinn, það er að segja, þannig mætti skil-
greina möguleika hennar. [...] þegar maður tekur til athugunar veru
sem sjálf vísar út fyrir sig og leysir sig úr viðjum, verður þeirri grein-
argerð aldrei lokið (Beauvoir 1949a, 73/66).
Háttahugtök Merleau-Pontys um stíl og hátterni gerðu Beauvoir kleift að
varpa fram spurningunni um veru konunnar á nýjan hátt, ekki sem spurn-
ingu um „hvaö hún er“ heldur „hvernig hún er“.
Hjá Beauvoir eru konur og karlar tvö ólík tilbrigði við veruhátt manneskj-
unnar: „þau upplifa hvort á sinn hátt hina undarlegu tvíræðni þeirrar tilveru
sem orðin er líkami" (Beauvoir 1949b, 658/737). Þannig er munurinn á
reynslu hinna tveggja gerða hfandi líkama, kvenlíkama og karllíkama,
grundvaharhugtak í femínískri rökleiðslu Beauvoir. Að hennar mati eru
þarna komin megintilbrigðin tvö við líkamleika manneskjunnar, og hvert og
eitt mannslíf er tiltekið tilbrigði við annað þeirra, eða sameinar að öðrum
kosti þætti úr báðum (Beauvoir 1949a, 9/33).
Að sama skapi er grundvahargreinarmunur Beauvoir ekki á miUi tveggja Uk-
amlegra gerða, kvenkyns Ufvera og karlkyns lífvera. Hún Utur á slíkar einingar
sem sértæk viðföng náttúruvísindanna.15 Röksemd hennar er sú að við getum
rannsakað — og verðum að rannsaka — tengshn á milli konu og karls sem ann-
að og meira en eintóm tengsl tveggja h'feðhsfræðilegra eða sál-Ufeðhsfræðilegra
kerfa, við hljótum h'ka að h'ta á þau sem tengsl tveggja h'kamlegra persóna.
I þeim skilningi eiga kynjamyndir og kynjamismunur sér sannarlega bæði
„sálræna" eða „andlega“ hlið og „líkamlega" hlið. Hins vegar ber ekki að skilja
þetta sem tvo aðskilda veruleika er standi í ytri tengslum sem lúti lögmálum
14 Rök fyrir því að setja þessi málefni í sögulegt samhengi má fmna hjá Heinámaa 2003b.
15 ítarlcgri rökfærsla er hjá Heinámaa 1996, Heinámaa 2003b.