Hugur - 01.01.2006, Síða 78
76
Sara Heinámaa
um menningarheima sem greina ekki á milli karla og kvenna. Engu að síð-
ur virðist Beauvoir hafa rétt fyrir sér þegar hún heldur því fram að ekki þurfi
öll reynsla af persónum að fela í sér kynjamismun, jafnvel þótt um mannlegar
persónur sé að ræða.
I þessu efni andmælir Beauvoir líka Merleau-Ponty. Undir lok kaflans um
kynferði í Fyrirbærafræði skynjunarinnar heldur Merleau-Ponty því fram að
kynlaus maður sé jafn óhugsandi og maður án hugsana. Hann skýrir afstöðu
sína svo:
Ef til vill verður þeim andmælum hreyft að líkamsbygging okkar sé
tilfallandi, að við getum gert okkur í hugarlund „mann án handa,
fóta, höfuðs“18 og, jafnvel með sterkari rökum, kynlausan mann sem
æxlist með græðlingum eða sveiggræðslu. En þetta er því aðeins satt
að við lítum sértækt á hendur, fætur, höfiið og kynfæri og leggjum
þau að jöfnu við efnisbúta [...]. Ef við skilgreinum manninn hins
vegar út frá reynslu hans, það er að segja út frá þeim tiltekna hætti
sem hann hefur á því að ljá veröldinni form, [...] þá er maður án
handa eða án æxlunarkerfis jafn óhugsandi og maður án hugsana
(Merleau-Ponty 1945,198/170).
Hér heldur Merleau-Ponty því fram að enginn hluti og enginn hæfileiki
mannslíkamans sé meira grundvallaratriði en aðrir. Við getum htið á lík-
amann sem efnislegt kerfi, samsett úr aðskildum hlutum — og við getum far-
ið með líkamann sem slíka samsetningu - en þetta er okkur því aðeins kleift
að við skoðum hann frá ytri sjónarhóli þriðju persónu. Svo fremi sem við
höldum í skynreynslu okkar og rannsökum hinn lifandi líkama eins og hann
birtist okkur í sjón og snertingu birtast hendur hans og kynfæri okkur á jafn
sjálfljósan hátt og höfuð hans.
Beauvoir fellst á að líkömnun og kynferði séu nauðsynlegir þættir mann-
legrar tilveru en í hennar augum er samsvörunin sem Merleau-Ponty dregur
milli kynfæra og handa ákaflega villandi. Allir mannslíkamar hafa hendur en
þeir hafa ekki „æxlunarbúnað“ sem svipar til handanna eða er hliðstæður
þeim. Hugtökin „æxlunarfæri“ og „kynfæri" eru sértæk hugtök sem ná yfir
fjölda tiltekinna h'ffæra með ólíka merkingu og vægi: reðurinn, snípinn, sköp-
in, brjóstin. Ekkert þessara h'ffæra er manneskju nauðsynlegt á sama hátt og
hendur, af þeirri einföldu ástæðu að til eru tvö líkamleg viðmið fyrir líkömn-
un manna: karhíkaminn og kvenlíkaminn. Að lýsa kvenlíkamanum sem frá-
viki frá hinu karhæga viðmiði jafngildir því, að mati Beauvoir, að hverfa aft-
ur til goðsagna sem setja karlmanninn í öndvegi (Beauvoir 1949a, 15/15).
Beauvoir og Merleau-Ponty halda því bæði fram að kynferði sé grunn-
formgerð mannlegrar tilveru á svipaðan hátt og dauðleikinn. En Beauvoir
gagnrýnir greinargerð Merleau-Pontys fyrir það hversu sértæk hún er: hún
18 Tilvitnunin er í Pascal, Pensées (1660), VI. hluta.