Hugur - 01.01.2006, Síða 82
Hugur | 17. ÁR, 2005 | s. 80-96
Vigdis Songe-Moller
Gríski draumurinn
um konulausan heim
Það vildi ég, að gætu karlmenn getið börn
á annan hátt, og engar konur væru til
- Evripídes, Medea1
Svo mælir Jason, karlhetjan í harmleik Evripídesar. Hann dreymir greinilega
um heim þar sem kvenna er ekki lengur þörf og karlmenn komast af á eigin
spýtur. I grískum bókmenntum eru fáir staðir þar sem draumurinn um að
konur séu óþarfar er tjáður svona afdráttarlaust, en þó eru góðar ástæður til
að ætla að margir þættir forngrískrar menningar nærist á viðlíka hugsjón um
að karlmenn séu sjálfum sér nógir. Sjálf myndi ég halda því fram að þessi sýn
hafi jafnvel átt þátt í að móta þá pólitísku stofnun sem var hornsteinn hins
grískaþo/h, nefnilega lýðræðið. I eftirfarandi hugleiðingum mun égbeina at-
hyglinni að borgríkinu Aþenu. Þar eins og í öðrum grískum borgríkjum á
fimmtu og fjórðu öld fyrir Krist var lýðræðið vígi karlborgara, en þeir voru
kallaðir „jafningjar“ (hoi homoioí) vegna þess að þeir stóðu jafnfætis hvað
pólitísk réttindi snerti. Hugtakið „jafningjar" gerir hins vegar ráð fýrir tilvist
„hinna ójöfnu", þ.e. þeirra sem voru útilokaðir frá hinu lýðræðislega borgríki
en í þeim hópi voru fyrst og fremst konur og þrælar.
Því hefúr verið haldið fram að lýðræðislega borgríkið gríska verði best skil-
greint út frá tvöfaldri útilokun: „útilokun kvenna, sem gerði það að „karla-
klúbbi“, og útilokun þræla, sem gerði það að „klúbbi borgara““.2 Sé þetta rétt
ættum við að h'ta á útilokun kvenna og þræla sem annað og meira en sögu-
lega staðreynd vegna þess að hún er hluti af sjálfri undirstöðu lýðræðishefð-
arinnar. Fjölmargir þættir innan hugarheims Forn-Grikkja einkennast af
útilokun kvenna og hins kvenlega. Ég mun leitast við að verja þá staðhæf-
1 Grískir harmleikir, Helgi Hálfdanarson þýddi, Reykjavík, Mál og menning 1990, s. 986 (línur
572-573).
2 Pierre Vidal-Naquct, The B/ack Hunter, Baltimore, Johns Hopkins University Press 1986, s.
206. (Bókin heitir á frummálinu Le chasseur noir: Formes de pensée et formes de société dans le
monde grec, París, Maspero 1983.)