Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 84
82
Vigdis Songe-Maller
Goðsögnin um uppruna Apeninga:
Karlinn sem uppspretta barnsins
Aþeningar trúðu því að þeir ættu rætur að rekja til Erikþóníosar, sem var
einnig kallaður „hinn jarðborni“ (autokhþonios) og þeir kölluðu sig með stolti
„kynþátt hinna jarðbornu". Goðsögnin um hinn jarðborna rekur atburðina í
kringum fæðingu Erikþómosar. Eitt sinn bað Aþena Hefæstos, smíðameistara
Olympsheima, um að smíða fyrir sig vopnabúnað. Hefæstos tók við verkefn-
inu glaður í bragði en neitaði að þiggja borgun fyrir vinnu sína. Hann sagðist
myndu vinna verkið í skiptum fyrir ást. Án þess að huga að því hvað þetta gæti
haft í för með sér heimsótti Aþena Hefæstos í járnsmiðju hans til að fylgjast
með honum við smíðar á vopnunum. Hefæstos greip tækifærið og reyndi að
svívirða gyðjuna en Aþena reyndist vera óbugandi jómfrú. Þegar hún reif sig
lausa úr örmum Hefæstosar lak sæði hans niður á jörðina, á aþenska jörð, og
frjóvgaði hana í stað Aþenu. Og í fyllingu tímans fæddi jörðin soninn Erik-
þóníos.6
Það fyrsta sem vekur athygli við þessa sögu er að í henni er ekki gerður skýr
greinarmunur á kynæxlun og kynlausri æxlun. Jörðin er eins og kona; hún er
frjóvguð af karli og getur af sér mannsbarn. Barnið sprettur upp úr jörðinni
eins og hver annar trjásproti. Barnið spírar eins og planta en jörðin fæðir aft-
ur á móti eins og kona. Og áfram er haldið að rugla saman kynlausri æxlun
plantna og kynæxlun. Jómfrúin Aþena hagar sér eins og hún hafi tekið við
sæði Hefæstosar og hún sé móðir barnsins. Hún tekur við barninu og axlar
ábyrgð á uppeldi þess. Þetta þýðir ennfremur að Erikþóníos er viðurkennd-
ur sem lögmætt afkvæmi Aþenu. Samkvæmt hefðinni var það hann sem
stofnsetti aþenska borgríkið sem pólitíska heild og hann var því fyrsti sanni
Aþeningurinn.7
Enginn vafi leikur á faðerni hins jarðborna barns en erfitt er að tilgreina
móður þess: hvorki Aþena né jörðin leggja neitt verulegt af mörkum til æxl-
unarinnar. I efnislegum skilningi er sá jarðborni getinn af sæði föður síns
einu saman. Goðsögnin tengir frjósemi við meydóm og skírskotar því til
hugmyndarinnar um æxlun án kynlífs, þ.e. til æxlunar án þátttöku kvenna.
Aþenski drengurinn á föður en enga móður. Þetta bendir til hugsjónar um
einkynja mannkyn þar sem öll börn eru drengir og hvert barn sækir uppruna
sinn eingöngu til föðurins.
Aþeningar töldu sig afkomendur hins jarðborna Erikþóníosar og gátu því
skýrt uppruna sinn án þess að vísa til kvenna. Gosögnin segir okkur ekki að-
eins að Aþeningar eigi sameiginlegan uppruna í sama jarðvegi heldur einnig
að þeir séu komnir af sama forföður. Segja má að samkvæmt goðsögninni sé
maðurinn planta sem skýtur rótum og út úr vaxa sprotar: karlinn getur
6 Sjá Apollodóros 3.14.6.
7 Sjá Loraux, The Children of Athena: Athenian Ideas About Citizenship and the Division Between
the Sexes, Princeton, Princeton University Press 1993, s. 38. (Bókin heitir á frummálinu Les en-
fants d'Athena: Idées athéniennes sur la citoyenneté et la division des sexes, París, Maspero 1981.)