Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 85
Gríski draumurinn um konulausan heim
83
stöðugt endurskapað sjálfan sig til eilífðar án þess að þurfa að blandast
nokkru því sem er eðlisólíkt honum sjálfum.
Þannig eru afsprengin eiginlegt framhald á uppruna sínum. Með öðrum
orðum: uppmninn lifir óbreyttur í afsprenginu. I þessu felst svo aftur trygg-
ing fyrir samsemd og varanleika kynþáttarins og borgríkisins í tímans rás. En
ekki nóg með það. Onnur afleiðing þessa er sú að grundvallarhugmyndin,
sem lýðræði í Aþenu byggist á, festist í sessi; Aþeningar eru bræður sem eru
allir eins og sem sb'kir hafa þeir sömu réttindi. Með öðrum orðum er sagan
goðsöguleg réttlæting á grundvallarlögmálum hins lýðræðislega borgríkis,
pólitískum jöfnuði borgaranna og áhuga þeirra á að viðhalda stöðugleika og
einingu borgríkisins.
Því sem ég kalla hér „grundvallarlögmál hins lýðræðislega borgríkis" má
lýsa með einu hugtaki: hið sama (to auto). Hugmyndin að baki mörgum sam-
félagslegum og pólitískum stofnunum í Aþenu var að viðhalda einingu og
sjálfsmynd borgarinnar til langframa. Með öðrum orðum var sjálfsendur-
sköpun eitt af markmiðum aþenska borgríkisins, þ.e. viðleitnin til að halda
borgríkinu óbreyttu, að það yrði ávallt hið sama. Goðsögnin um fæðingu Er-
ikþóníosar er fyrirmynd slíkrar endursköpunar og þjónar því þeim tilgangi
að tryggja að hið sama haldist óbreytt í margar kynslóðir.8
I goðsögninni stendur hið karllega fyrir það sem helst óbreytt, eitt og samt
sjálfii sér, en hið kvenlega er á hinn bóginn annarlegt og framandi; eitthvað
sem sagan hefur enga þörf fyrir einfaldlega vegna þess að hún gerir Aþen-
ingum kleift að vísa í uppruna sinn með karlinn einan til marks. Goðsögnin
staðfestir einfaldlega pólitískan raunveruleika: allir borgarar eru karlar. Og
hún gengur lengra. Hún lætur ekki nægja að neita konunni um pólitískt
hlutverk, hún sviptir hana einnig möguleikanum á að öðlast hvaða hlutverk
sem vera skal og gerir hana fullkomlega óþarfa. Eins og gefiir að skilja þurfti
borgríkið á konum að halda vegna líffræðilegrar getu þeirra til að ganga með
börn og ala þau, enda var það eingöngu sem móðir skilgetinna barna borg-
aranna sem hin gifta aþenska kona hafði einhverskonar stöðu í samfélaginu.
En samt neitar goðsögnin um uppmna Aþeninga henni jafnvel um „það
frjósemishlutverk sem borgin einskorðar [hana] við“, eins og Nicole Loraux
segir.9 Endanleg afleiðing goðsagnarinnar er að hún neitar konunni um til-
vistarrétt.
Ósamhverf kyn: karlinn sem borgari, konan sem kynvera
Draumurinn um að konur séu óþarfar kemur einnig í ljós í grísku harmleikj-
unum. I vel þekktri hendingu úr harmleik Æskýlosar, Hollvœttum, er að
finna lífeðlisfræðilega réttlætingu á honum:
8 Sjá Loraux, The Chitdren ofAlhena, s. 50 o.áfr.
9 Sama rit, s. 122.