Hugur - 01.01.2006, Side 86
84
Vigdis Songe-Maller
Sú sem er móðir þess sem kallast hennar barn,
gaf ekki líf þess, heldur fóstrar frækorn þess,
sem faðir hefiir sáð, svo sem hún hýsti gest [,..]10
Þetta minnir á goðsöguna um hinn jarðborna: karlinn er eins og planta sem
sáir fræi sínu í jarðveg konunnar, sem býður upp á hentug skilyrði fyrir vöxt
plöntunnar. Karlinn er eini uppruni barnsins sem á því enga móður í h'ffræði-
legum skilningi þess orðs. I gríska frumtextanum skín þessi merking enn skær-
ar í gegn. Þar er talað um barnið og móðurina sem vini, en gríska orðið yfir vin
(xenos) getur líka þýtt „gestur" eða „ókunnugur": móðir og barn eru hvort öðru
ókunnug. Þannig er gefið til kynna að engin náttúruleg tengsl séu milh þeirra
tveggja. Konan er ekki náttúrulegur hluti af fjölsfyddunni og félagsleg staða
hennar, eða öllu heldur tengsl hennar við borgríkið, eru þar af leiðandi óljós.
Staða konunnar utangarðs hvað varðar fjölskyldu og samfélag almennt er
grundvallaratriði í hugmyndafræði aþenska borgríkisins að því marki sem
henni er ætlað að skýra eða réttlæta hugmyndina um karUegt lýðræði. Þetta
endurspeglast á áhugaverðan hátt í eftirfarandi goðsögn sem lýsa má sem
viðbót við goðsögnina um hinn jarðborna.11 I valdatíð Kekrops í Aþenu -
sem sjálfur var einn af hinum jarðbornu — var kosið um það hver ætti að vera
guðlegur verndari borgarinnar, sjávarguðinn Póseidon eða Aþena. Bæði kon-
ur og karlar tóku þátt í kosningunni. Karlarnir kusu Póseidon en konurnar
Aþenu og þar sem konurnar voru í meirihluta var Aþena réttkjörinn vernd-
ari borgarinnar.
Karlarnir bjuggu hins vegar ennþá yfir nógu miklu valdi til að geta hefnt
sín með afdrifaríkum hætti. Þeir sviptu konur kosningarétti, lögðu bann við
því að börn bæru nöfn mæðra sinna eins og tíðkast hafði fram að því og
kváðu á um að kvenkynsform orðsins „Aþeningur“ skyldi ekki notað framar.
Hjónabandinu var einnig komið á sem stofnun á sama tíma samkvæmt goð-
sögunni. Lýðræði karla og hjónabandið hefur þannig sama goðsögulega upp-
runann. Þetta er ekki einber tilviljun vegna þess að eitt aðalmarkmið hjóna-
bandsins í Aþenu var að tryggja lögmæti karlborgaranna — þ.e.a.s. þeirra sem
tóku þátt í aþensku lýðræði. A þennan hátt tryggði hjónabandið viðgang
hins karlmiðaða lýðræðislega borgríkis. Eg mun víkja nánar að þessu atriði
seinna í kaflanum.
Eins og goðsagan gefur í skyn er hugmyndin um konuna sem utangarðs,
án skýrra réttinda innan fjölskyldunnar og með óræða samfélagsstöðu, til
staðar í grískri tungu; karlmenn eiga sér sérstaka mynd orðsins „Aþeningur",
eða „aþenskur borgari“, apénaios, en kvenkynsmynd orðsins er ekki til. Aþ-
enskar konur eru einfaldlega kallaðar „konur“, gynaikes, og sagðar tilheyra
Aþeningum sem eiginkonur eða dætur. I raun eru ekki til aþenskar konur,
heldur aðeins konur Aþeninga.12 Hér er augljóslega á ferð djúptæk ósam-
10 Grískir harmleikir, s. 101 (línur 658-660).
11 Bæði þessi hluti textans og sá næsti er byggður á Vidal-Naquet, The Black Himter, s. 216 o.áfr.
12 Til að gæta sanngirni er vert að taka fram að Loraux vísar í kafla hjá Aristófanesi sem flækja