Hugur - 01.01.2006, Qupperneq 92
9o
Vigdis Songe-Meller
Viðsnúningur: konan sem Eitt, karlinn sem Annað
Þau atriði sem hér hafa verið rædd - goðsagnirnar um Pandóru og hinn jarð-
borna og kenning Platons um lögmál - draga upp fremur einfalda og ein-
hliða mynd af sambandinu milli kynjanna, eða réttara sagt, milli hins karl-
lega og hins kvenlega. Karlinn tákngerði upprunalega einingu og það sem er
sjálfu sér líkt. Konan stóð fyrir Annað, annarleika, hið framandi og utanað-
komandi, fyrir það sem færir heiminum mismun, fjöld, sundurlyndi, átök og
að lokum eyðileggingu. Það er hins vegar sjaldgæft að hugmyndakerfi eða
goðafræði séu jafn hrein og bein og ég hef lýst hér. Við nánari skoðun á
grískri goðafræði koma í ljós persónur og stef sem ekki passa auðveldlega inn
í kerfi hins karl- og kvenlega eins og ég hef sett það fram hér.
Það eru einkum tveir guðir sem vert er að minnast á í þessu samhengi en
það eru Hermes og Hestía eins og þau eru útlögð í verkum Jean-Pierres
Vernant. Utgangspunkturinn í ritgerð Vernants „Hestía-Hermes"19 er stytt-
an af Seifi við Ólympsfjall. Á stallinum sem styttan stendur á er að finna par-
ið Hestíu og Hermes ásamt nokkrum öðrum guðlegum pörum. Þar getur að
líta Seif og Heru sem eru hjón, Apollon og Artemis sem eru systkin og
Afródítu og Eros sem eru mæðgin, en á hinn bóginn eru engin augljós tengsl
á milh Hestíu og Hermesar. Vernant leitast í ritgerð sinni við að gera grein
fyrir þessum tengslum. Hann heldur því fram að Hestía og Hermes heyri
saman vegna hlutverka þeirra sem kallast á og bæta hvort annað upp. Hlut-
verk þeirra beggja tengjast mannheimum, þ.e. þau sjá um ákveðna þætti í
hinum efnislega heimi og samfélagi manna. Ég mun leiða í ljós hvað í þessu
felst og beina síðan sjónum að guðunum tveimur — þar sem annar er karl-
kyns og hinn kvenkyns - í tengslum við það sem fyrr kom fram um hug-
myndir Grikkja um kynin.
Orðið Hestía er ekki aðeins nafn á gyðju; það er einnig hið viðtekna gríska
heiti á hringlaga eldstæði sem var staðsett í miðjum húsakynnum grískra
borgara. Líkt og um nafla eðá omfalos væri að ræða var Hestía sá staður sem
tengdi heimilið og fjölskylduna við jörðina. Bæði í grískum bókmenntum og
listum er Hestía nefnilega oft tengd naflanum. Dæmi um það er omfalos-inn
í Delfí, steinn sem er í laginu eins og nafli þungaðrar konu og taldist vera
sæti Hestíu. Þegar Hestía er auðkennd sem nafli Qölskyldunnar er mikilvægt
að hafa hugfast að gríska orðið fyrir „fjölskyldu" - oikos - merkir líka „hús“.
Fjölskyldan, sem inniheldur meðlimi hennar (lifandi sem dauða) og eignir,
er ekki skilin frá staðnum sem hún býr á. Þannig tilheyrir fjölskyldan staðn-
um og raunar jörðinni sjálfri sem hún býr á mann fram af manni. Sem nafli
fjölskyldunnar jafngildir Hestía rótum hússins, fjölskyldunnar og heimilisins
í jörðinni. I takt við þennan táknheim var fjölgun innan fjölskyldunnar líkt
19
J.-P. Vernant, „Hestia-Hermes: The Religious Expression of Space and Movement in Ancient
Greece", Myth and Thought, London, Boston og Melbourne, Routledge 8c Kegan Paul 1983,
s. 133. (Bókin lieitir á frummálinu Mythe etpensée chez les Grecs, París, Maspero 1971.)