Hugur - 01.01.2006, Side 94
92
Vigdis Songe-Moller
Hestía einkennist af ýmsum þeim eiginleikum sem tengjast hefSbundnum
hugmyndum um kvenleika. Hún tengist vettvangi heimilisins og þá hinum
innhverfari og sér í lagi myrkari hluta þess. Hún stendur í miðju hússins sem
er lokuð af frá umheiminum og hvílir í sjálfri sér. Hestía tryggir viðgang fjöl-
skyldunnar. Hún er hinn kyrrstæði miðpunktur heimilisins sem tryggir ein-
ingu og sjálfsmynd, kyrrð og stöðugleika.
Hermes opnar hins vegar heimilið fyrir umheiminum og öðrum fjölskyld-
um, raunar fyrir öllu sem er utanaðkomandi og „annarlegt". Hermes táknar
hið karlmannlega og opna svið markaðstorgsins. Hermes er hreyfing. Hann
sér til þess að einn hlutur getur hitt annan fyrir. Segja má að sem andstæðir
pólar skilgreini Hermes og Hestía hvort annað á gagnkvæman hátt. Saman
mynda þau rými mannsins í samfélaginu og á jörðinni. Hestía sér um örugga
og óhreyfanlega undirstöðuna sem lætur öllum hlutum viðmið sitt í té, en
Hermes myndar hreyfinguna í burtu frá þessum fasta punkti.
Xenofon, sem var Aþeningur og samtímamaður Platons, lýsir eðli karls og
konu á nokkuð svipaðan hátt og gert er í þessari greiningu á Hermesi og
Hestíu. Samkvæmt Xenofoni eru líkami og sál karlmannsins sköpuð fyrir
vinnu utanstokks, undir berum himni, á hreyfingu og fjarri heimilinu, en á
hinn bóginn hentar það eðli konunnar að hafast við í næði og hafa ofan af
fyrir sér með vinnu innanstokks.21 Þessi lýsing á karl- og kvenhlutverkum
samræmist því sem kalla má félagslegan raunveruleika Aþenu. Konan, og hér
er átt við gifta konu, var almennt bundin við heimilið þar sem óumdeilan-
legt hlutverk hennar var að eiga skilgetin börn og tryggja þannig viðgang
fjölskyldunnar og borgríkisins. Karlinn, og hér er átt við borgara Aþenu,
stundaði störf sin utan heimilisins, á hinum opinbera og pólitíska vettvangi.
Hann var höfuð fjölskyldunnar en takmarkaðist þó ekki sjálfur við vettvang
hennar.
Ef við rifjum nú upp það sem hér kom fram um goðsögurnar um Pandóru
og hinn jarðborna, og þann stuðning sem þær fengu með kenningum Pýþ-
agóringa og Platons um lögmál, lítur út fýrir að myndinni hafi verið snúið á
haus. Þar táknaði karlinn einingu og samsemd, en það eru einmitt þeir eig-
inleikar sem rétt í þessu voru eignaðir Hestíu og hinu kvenlega. Bæði í goð-
sögunum og kenningunni um lögmál táknar konan og hið kvenlega annar-
leika. Samt höfum við nú séð hvernig þessir eiginleikar voru megineinkenni
Hermesar, sem hefiir það hlutverk að opna fjölskylduna, sem horfir inn á við,
fyrir umheiminum. Hvernig má skýra þetta?
Til að skilja þversögnina - eða í það minnsta tvíræðnina - í þessum hug-
myndum um hið kvenlega og karllega þurfum við að kafa dýpra ofan í skap-
gerðareinkenni Hestíu og Hermesar. Platon leggur til byrjunarreit sem reynist
hjálplegur. I Kratýlosi dregur hann ekki aðeins orðsiíjatengsl milli hestia og ous-
ia, heldur einnig milli hestia og ópoun. Platon sér ekki aðeins eðli hluta (ousia)
í Hestíu, það sem ljær þeim ró og varðveitir einingu þeirra og óbreytanleika,
21 Xenofon, Oikonomikos 8.23. Sjá Vernant, Myth and Thought, s. 133.