Hugur - 01.01.2006, Page 99
Hugur | 17. ÁR, 2005 | s. 97-107
Dan Zahavi
Sjálfið og tíminn
Er sjálflð raunverulegt? Er það raunverulegt í þeim skilningi að hægt sé að
hafa af því beina reynslu, er það fræðileg hugarsmíð, eða eitthvað þar á milli?
Þegar ætlunin er að leita svara við þessum frumspekilegu spurningum verð-
ur fyrst að gera sér nákvæma grein fyrir því hvað það merkir að vera sjálf. Sé
litið er til þeirrar umræðu sem nú fer fram kemur á daginn að þar er úr gríð-
armörgum skilgreiningum að velja, og hverri þeirra um sig er ætlað að vera
tæmandi og stangast því á við hinar. Neisser greindi á milli fimm ólíkra sjálfa
í þekktri grein frá 1988: „ég-legt“ sjálf, millipersónulegt sjálf, útvíkkað sjálf,
einkasjálf og hugtakabundið sjálf.1 Ellefu ámm síðar, í grein sem birtist í
Journal of Consciousness Studies, tók Strawson saman þá umræðu um sjálfið
sem farið hafði fram og taldi upp hvorki meira né minna en 21 hugtak um
sjálfið.2 Þessi sívaxandi margbreytileiki leiðir hæglega til þess að menn tali í
kross, einkum og sér í lagi í þverfaglegu samhengi. Það er einföld staðreynd
að í hinum ýmsu fræðigreinum vísar hugtakið „sjálf1 til ólíkra hluta - stund-
um gerólíkra hluta.
Hér á eftir hyggst ég tefla saman tveimur heimspekilegum hugmyndum
um sjálfið, annars vegar hugmynd túlkunarfræðinnar (Ricœur, Maclntyre)
og hins vegar hugmynd fyrirbærafræðinnar (Merleau-Ponty, Henry, Sartre,
Husserl). Báðar þessar hugmyndir leggja áherslu á náið samband sjálfsku3 og
tímanleika \temporality\, en þær takast á við nokkuð ólíkar hliðar málsins, að
hluta til vegna þess að þær leggja ólíkan skilning í tímann. Ég mun halda því
fram að þessar tvær nálganir bæti hvor aðra upp, frekar en að þær gangi í ber-
högg hvor við aðra, og að fyrirbærafræðilegur skilningur á tímanum og sjálf-
inu verði að njóta ákveðins forgangs.
1 Neisser 1988, s. 35. [Ensku hugtökin eru „egological self', „interpersonal self“, „extcnded seir,
„private self“ og „conceptual self“.]
2 Strawson 1999, s. 484.
3 [Orðið sjálfska er hér notað sem þýðing á „selfhood", sem og á hugtakinu „ipséité" sem hefur
sömu merkingu: „það að vera (eða hafa) sjálf“.]