Hugur - 01.01.2006, Page 101
Sjálfið og tíminn
99
ekkert annað en blekking af toga eðlishyggju.9 Ricœur heldur því fram að
sneiða megi hjá þessum vanda með því að setja hugmyndina um frásagnar-
bundna sjálfsmynd í stað þess samsemdarhugtaks sem umræddir heimspek-
ingar ýmist verja eða hafna. Samsemd hins frásagnarbundna sjálfs veltur á
því hvernig frásögnin er sett fram. Olíkt hinni sértæku hugmynd um sjálfs-
mynd þess sem er samt við sig gefiir frásagnarsjálfsmynd kost á breytingum
og umskiptum innan eins og sama lífshlaups. Tiltekin ævisaga er eftir sem
áður þeim breytingum undirorpin sem skapast af sönnum og skálduðum
sögum sem sjálfsveran segir um sjálfa sig. Það er þessi stöðuga endurskipu-
lagning sem gerir „lífið sjálft að klæði sem spunnið er úr sögunum sem við
segjum".10
Ricœur hefur leitast við að skýra hugakið um frásagnarbundna sjálfsmynd
með hjálp hugtaksins um sjálfsku ijpséité). Líkt og hann bendir á er ekki
hægt að láta í veðri vaka að öll álitamál sem varða sjálfsmynd einstaklings-
ins feh í sér vandann um óbreytanlegan kjarna eða undirstöðu. Öllu heldur
tengist samsemd sjálfsins (ipse á latínu) spurningunni um sjálfsskilning,
spurningunni „hver er ég?“.11 Þegar þessi spurning vaknar neyðist ég til að
leiða hugann að lífsháttum mínum, gildunum sem ég hef í heiðri og mark-
miðunum sem ég sækist eftir, og leggja mat á þessi atriði. Eg neyðist til að
horfast í augu við það líf sem ég lifi. Þannig liggur svarið við spurningunni
ekki fyrirhafnarlaust í augum uppi; það er afrakstur rannsóknar sem beinist
að lífinu.
Vegna þeirra áberandi félagslegu þátta sem eiga stóran hlut í að festa frá-
sagnarbundinn sjálfsskilning í sessi, felur sérhver athugun á frásagnarbund-
inni sjálfsmynd augljóslega í sér vísun til annarra. Ég kemst að því hver ég er
og hvað ég vil gera við líf mitt með því að vera hluti af samfélagi. Þar af leið-
ir að sjálfsuppgötvun einstaklings með tiltekna ævisögu og tiltekin skapgerð-
areinkenni er í senn flóknara úrlausnarefni en að bera kennsl á eigin sann-
færingu og langanir, og einkamál í minna mæli en virst gæti í fyrstu.12 Þegar
ég túlka sjálfan mig út frá ævisögu minni get ég bæði tekið að mér hlutverk
sögumanns og aðalpersónu, en ég er ekki eini höfundurinn. Ég hef ætíð þeg-
ið upphaf sögu minnar frá öðrum, og framvinda sögunnar er aðeins að tak-
mörkuðu leyti ákvörðuð af því sem ég kýs og ákveð. Sögunar sem við og aðr-
ir segja um okkur sjálf ráða því hver við erum. Hið frásagnarbundna sjálf
okkar á sér marga höfunda og er í sífelldri endurskoðun. Saga hvers lífs-
hlaups fyrir sig er samofin sögum annarra (foreldra, systkina, vina o.s.frv.) en
hún er einnig hluti af stærri sögulegri og samfélagslegri formgerð sem ljær
henni merkingu.13 Hugtökin sem ég nota til að lýsa markverðum eiginleik-
um þess einstaklings sem ég tel mig vera eiga rætur sínar jafnt í hefðinni sem
9 Ricœur 1985, s. 443.
10 Ricœur 1985, s. 443.
11 Ricœur 1990, s. 12-13,140.
12 Jopling 2000, s. 137.
13 Maclntyre 1985, s. 221.