Hugur - 01.01.2006, Qupperneq 103
Sjálfið og tíminn
IOI
II. Tillaga úr smiðju fyrirbœrafrœðinnar:
Sjálfið sem reynsluvídd
Hugtakið „sjálfska" hefur nýlega öðlast vinsældir í kjölfar skrifa Ricœurs um
frásögnina og vegna þess sem hann kallar „sjálfsku-túlkunarfræði“ sína (her-
méneutique de l’ipséité).16 Ricœur er þó engan veginn íyrsti franski hugsuður-
inn sem notar þetta hugtak, og með því að taka stuttlega til athugunar
hvernig nokkrir forverar hans innan fyrirbærafræðinnar (Merleau-Ponty,
Sartre og Henry) hafa notað hugtakið öðlumst við betri skilning á því sem
hinn fyrirbærafræðilegi skilningur á sjálfinu felur í sér.
Sartre er þekktur fyrir að hafa úthýst „ég-legum“ skýringum á vitundinni í
verki sem hann skrifaði snemma á ferh sínum, Handanvísun sjálfsins (La
transcendance de l'ego). Þrátt fyrir að Sartre lýsi í verkinu „ó-églegri“ vitund
sem ópersónulegri þá hafnar hann samt sem áður þessu viðhorfi bæði í Veru
ogneind (L’étre etle néant) og í hinni mikilvægu grein „Sjálfsvitund og sjálfs-
þekking" („Conscience de soi et connaissance de soi“). Þó svo að ekkert ég
sé til á undan íhuguninni, þá er vitundin alltaf persónuleg vegna þess að þeg-
ar öllu er á botninn hvolft er það eitt grunneinkenni vitundarinnar að vera
sjálfgefin eða sjálfsvísandi, og þetta einkenni nefnir Sartre sjálfsku.17 Af
þessu sést að það er lykilatriði í röksemdafærslu Sartres að greina á milli égs
og sjálfs. Augljóst er af samhenginu að Sartre hefúr ekkert í líkingu við frá-
sagnarsjálfsmynd í huga þegar hann talar um sjálfsku. Hann er að vísa til
þáttar sem liggur dýpra, nokkurs sem einkennir meðvitundina sem slíka.
Þessi þáttur er eitthvað sem einkennir sjálfan hátt minn á því að vera til, og
jafnvel þótt mér takist ekki að færa hann í orð er hann samt eitthvað sem ég
kemst ekki hjá því að vera. Sartre bendir einnig á að „vitundin er sjálfsvitund
áður en hún íhugar sjálfa sig. Það sem hér er átt við með sjálfi er einmitt það
sem þarfnast rannsóknar, því að í því felst skilgreiningin á sjálfri veru vitund-
arinnar.“18
Henry lýsir sjálfskunni iðulega sem innri sjálfs-hrifum \self-affection\T
Að því leyti sem sjálfsveruleikinn opinberast sjálfum sér er hann sjálfska.20
Henry orðar þetta svo í einu af eldri verkum sínum, Heimspeki og fyrirbæra-
fræði líkamans (Philosophie etphénoménologie du corps): „Eðli sjálfskunnar er
fólgið í milliliðalausri innri návist hennar við sjálfa sig“.21 I framhaldi af
þessu finnum við hjá Henry skýra áherslu á tengslin milli sjálfsku og sjálfs-
meðvitundar [sef-awareness]. Vegna þess að vitundin sem slík einkennist af
frumstæðri, þögulli sjálfsmeðvitund, þá má ætla að ákveðið afbrigði sjálfsku
liggi fyrirbærum reynslunnar til grundvallar. Henry tengir með öðrum orð-
16 Ricœur 1990, s. 357.
17 Sartre 1943, s. 142. Sjá einnig 1948, s. 63.
18 Sartre 1943, s. 114 [1956, s. 76].
19 Henry 1963, s. 581, 584, 585.
20 Henry 2003, s. 52.
21 Henry 1965, s. 53 [1975, s. 38].