Hugur - 01.01.2006, Page 110
Hugur | 17. ÁR, 2005 | s. 108-117
Björn Þorsteinsson
Messías á íslandi
Inngangur að þema
I grein sinni sem hér fer á eftir tilgreinir Páll Skúlason þrjár ástæður þess að
franski heimspekingurinn Jacques Derrida (1930-2004) þyki erfiður aflestr-
ar. Fyrsta ástæðan tengist ritstíl Derrida, sem sé drekkhlaðinn merkingu,
margraddaður og laus í reipunum; önnur ástæðan lýtur að því að Derrida sé
iðulega í djúpum og tæknilegum samræðum við valda fulltrúa heimspeki-
hefðarinnar; og þriðja ástæðan varðar þá staðreynd að erfitt sé að átta sig á
eiginlegum ásetningi Derrida með heimspeki sinni.
Sú grein eftir Derrida sem hér birtist, og ber nafnið „„Tilurð og form-
gerð“ og fyrirbærafræðin", er vafalaust ekkert léttmeti og vera má að hún
virki eilítið framandi á íslenska lesendur. I því tilviki er mikilvægt að gera
sér grein fyrir því íhverju þessi framandleiki greinarinnar er fólginn, og þar
kemur þrískipting Páls í góðar þarfir. Sé litið til fyrstu ástæðunnar sem Páll
nefnir, þá virðist hún engan veginn eiga við: þessi grein getur ekki talist
gott dæmi um þann fræga skélmishátt í máli og stíl sem Derrida er í senn
frægur og illræmdur fyrir. Stíllinn á greininni er hreinn og beinn, orðaleiki
má telja á fingrum annarrar handar (eða svo), margröddun er ekki fyrir að
fara og framsetningin er fullþétt ofin ef eitthvað er. Þriðja ástæðan virðist
ekki heldur eiga ýkja vel við: það er nokkuð ljóst hvað Derrida ætlar sér
með greininni, nefnilega að varpa ljósi á ákveðna innri togstreitu, eða jafn-
vel mótsagnir, í höfundarverki upphafsmanns fyrirbærafræðinnar, Edm-
unds Husserl (1859-1938), með sérstakri skírskotun til hugtakanna um
tilurð og formgerð. En með þeim orðum erum við komin yfir á slóðir ann-
arrar ástæðunnar sem Páll nefnir, og þar reynist hnífurinn standa í kúnni.
Sú umræða sem fram fer í grein Derrida er nefnilega í svo djúpu sambandi
við lykilhugtök fyrirbærafræðinnar, og þá (frönsku) orðræðu sem skapast
hafði umhverfis hana á þeim 20 árum sem liðin voru frá andláti Husserls,
að torvelt verður fyrir almennan (heimspekisinnaðan) lesanda á Islandi við
upphaf 21. aldar að henda reiður á henni. Textakorni þessu er ætlað að
leggja til ofurlítinn grunn sem ef til vill verður einhverjum til halds og