Hugur - 01.01.2006, Síða 121

Hugur - 01.01.2006, Síða 121
Ritgerðin endalausa 119 Ég held að hræðsla af þessu tagi eigi við ýmis rök að styðjast og að það séu eðlileg viðbrögð við Derrida að streitast á móti honum eða vísa honum jafn- vel á bug. Ég mun beina sjónum að fáeinum birtingarmyndum mótþróa og höfnunar af þessum toga. Nánar tiltekið mun ég reyna að varpa ljósi á þrjár ástæður þess hversu erfitt það er að komast inn í Derrida. Ef vel tekst til munu þessar vangaveltur ef til vill greiða leið lesenda að verkum hans. Fyrsta ástæðan fyrir því að erfitt er að ganga inn í heim Derrida lýtur að persónulegum ritstíl hans og því hvernig hann setur fram hugsun sína. Onn- ur ástæðan varðar bakgrunn hans innan heimspekinnar. Þriðja ástæðan snýst um ásetning hans, hvað hann ætlast fyrir með heimspeki sinni. Sérhver þessara þriggja ástæðna kallar á heila ritgerð. Hér kemur stuttur útdráttur úr þessum þremur mögulegu en óskrifuðu ritgerðum: 1. Ritstíll Derrida hefur að mínu viti þrjú megineinkenni. Hið fyrsta er að í ritverkum hans úir og grúir af margvíslegri merkingu og hugmyndum, og þannig vilja þau verða óbærileg aflestrar. Hann segir of mikið og útskýrir of h'tið til að geta kallast aðgengilegur eða lœsilegur. Annað einkennið er að framsetning hans virðist aldrei vera einradda heldur er engu h'kara en að margar raddir mæli í einu. Lesandinn getur alls ekki verið viss um hvaðan raddirnar berast, hver sé að tala eða á hvern er yrt. I þriðja lagi er sjaldnast augljóst hvað Derrida er að tala um, eða öllu heldur: hann virðist fjalla, eða ijallar jafnvel með yfirlýstum hætti, um marga hluti í senn. 2. Önnur ástæða þess að heimur Derrida er erfiður inngöngu er frum- spekihefð evrópskrar heimspeki. Hugsun Derrida byggist á þessari voldugu hefð og bregður statt og stöðugt fyrir sig hugtökum, hugmyndum og kenn- ingum meginhöfunda hefðarinnar, frá Platoni til Heideggers, að ógleymd- um Aristótelesi, Descartes, Kant, Hegel, Marx og Nietzsche. Ennfremur sækir Derrida, þegar hann kljáist við þessa hefð og notar hana sem hráefni í verk sín, í fjölmargar aðrar uppsprettur hugmynda úr menningarheimi Evr- ópu: málfræðikenningar og sálgreiningu, ásamt bókmenntaverkum Baud- elaires, Mallarmé, Joyce og fjölda annarra. 3. Þriðju ástæðunni, sem varðar það hvað vakir fyrir Derrida, er erfiðara að henda reiður á vegna þess að hún er opin fyrir allskyns vangaveltum. Derr- ida verður ekki kennt um það. Enginn veit í raun hvað heimspekingur hef- ur í hyggju þegar öllu er á botninn hvolft. Hvað var Platon í raun og veru að hugsa, eða þá Hume eða Wittgenstein? Við getum látið h'ta út fyrir að við vitum það, en ef við beinum sjónum að túlkunarsögu þessara heimspekinga gerum við okkur grein fyrir því að trúlega er ennþá von á óvæntum uppá- komum. Svo aðeins eitt dæmi sé tekið, þá veit enginn hvað Platon var í raun að gera þegar hann ritaði Ríkið, enginn veit einu sinni með vissu hvað verk- ið fjallar um. (Ágætur Platons-sérfræðingur sem ég þekki telur að Rtkið sé um ástina.) En hvað Derrida viðvíkur er málum engu að síður þannig hátt- að að margir láta það hvekkja sig hversu óljóst ætlunarverk hans er með heimspeki sinni. Og þar með hverfa margir frá því að ganga inn í hugarheim hans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.