Hugur - 01.01.2006, Side 129
Ritgerðin endalausa
127
móti skýrt þýðingu hinnar manneskjunnar eða staðsetningu hennar í veru-
leikanum. Hin manneskjan er handan allra kenninga og handan þess veru-
leika sem verður numinn með beitingu fræðilegrar hugsunar eða mannlegr-
ar hugsunar yfirleitt. Hin manneskjan verður ekki gerð að viðfangi
hugsunarinnar, hún er veruleiki handan veruleika hins hugsanlega. Eins og
sjálfur Guð.
Mér virðist Derrida hafa tekist á hendur að víkka út þessa sýn á veruleik-
ann. I bók sinni Vofum Marx (Spectres de Marx) vottar hann Marx virðingu
sína og sýnir fram á að hann er í hópi hinna miklu anda eða drauga okkar
tíma. Marx er dauður, vofa hans er hér, horfir á okkur, talar til okkar. Og við
verðum að svara. Hin manneskjan, lífs, liðin eða óborin, gerir okkur ábyrg,
ábyrgari en við getum umborið. Ef til vill er það þessi óbærilega ábyrgð á
veruleika hinna sem rekur okkur stundum á flótta frá hugsuninni, hrekur
okkur jafnvel í felur undir röklegum hrófatildrum í miðjum hamagangi hins
kapítalíska samfélags okkar.
Lokaathugasemd mín snertir sjálfa framsetningu mína á því sem ég hef
nefnt vandann að komast inn í Derrida. Fyrir mér vakti fyrst og fremst að
sýna fram á að Derrida starfar, eins og ég tel að heimspekingum beri að gera,
á mörkum þess sem hægt er að hugsa og tjá. Þar með minnir hann okkur
stöðugt á takmarkanir heimspekinnar. Eg verð einnig að bæta því við að ég
get ekki talið mig hafa nokkurt umboð til að kynna og túlka heimspeki hans
eða ætlunarverk hans með henni. Enginn getur talað í heimspekings stað.
Heimspekingur verður alltaf að tala fyrir sjálfan sig. En frá því að ég hóf nám
í heimspeki fyrir mörgum árum hef ég alltaf haft á tilfinningunni að Derr-
ida sé að senda öðrum heimspekingum skeyti um að sýna djörfung og dug í
starfi sínu, og að hann hafi verið að minna þá á að heimspeki skiptir máli í
heiminum - utan heimspekideilda og heimspekiskora háskólanna.
Björn Þorsteinsson og Haukur Már Helgason
pýddu úr ensku
Abstract
The Never-Ending Paper, or the problem of Entering Derrida
On the contemporary philosophical scene, Derrida holds a remarkable pos-
ition. Some people take him to be the most original thinker of our times.
Others take him to be the greatest charlatan of 20th century philosophy.
And maybe he is both. Or neither. This paper (which was originally deliver-
ed, as a lecture, at the University of Aberdeen, at the request of philosophy
students who wanted to enhance their understanding of Derrida) is an att-
empt to help the unprepared reader make the first steps towards understand-
ing Derrida properly, or rather towards entering the world of his thinking