Hugur - 01.01.2006, Page 131
Hugur | 17. ÁR, 2005 | s. 129-147
Maurizio Ferraris
Fyrirbærafræðin og Messías
Oh, the time will come up
When the winds will stop
And the breeze will cease to be breathin’.
Like the stillness in the wind
‘Fore the hurricane begins,
The hour when the ship comes in.
- Bob Dylan
Þótt hún dragist, þá vænt hennar, því að hún
mun vissulega fram koma og ekki undan líða.
- Habakkuk 2.3
Hvenœr kemurðu?
Derrida hafði eftirfarandi sögu eftir Blanchot: Kristur gengur um Róm eins
og hver annar betlari, og enginn ber kennsl á hann. Þar kemur þó að ókunn-
ugur maður vindur sér upp að honum og spyr: „Hvenær kemurðu?" Lausnin
á hinum margslungna vanda um tí estín (hvað er það?) messíanismans býr í
þessari spurningu. Af ástæðum sem ég mun reyna að varpa nokkru ljósi á, en
lesendur Derrida ættu í aðalatriðum að vera kunnugir, leiðir þessi spurning
okkur á sömu slóðir og tí estín táknsins, sem er því aðeins til að það sé ekki til
— það er að segja, það er gert úr vísuninni eða endursendingunni einni; eða,
svo við höldum okkur við orðfæri Derrida, þá gildir um táknið h'kt og Messí-
as að það „birtist til þess eins að hverfa". Gefi Messías sig er það aðeins með
því að afmá sig, það er með því að vísa út fyrir sig og yfir á það sem er um-
fram hann sjáifan. Má ekki segja að hér séu komin hin dýpstu vensl á milli
messíanisma og fyrirbærafræði? Það er að segja: Hkt og fyrirbærið er Messías
allt og sumt sem gefst, en einmitt í því að gefa sig sýnir hann að það sem gefst
er ekki allt og sumt. A þetta ekki við um alla skynjun, þar sem okkur stendur
ávallt aðeins formið til boða, aldrei efnið; okkur býðst energeia (virkni) en dyn-
amis (hæfileiki) þess er ávallt þegar skroppinn undan? Eins og Derrida hefur
linnulaust bent á er formið nærvera, og þar af leiðandi er ekkert annað en