Hugur - 01.01.2006, Síða 132
130
Maurizio Ferraris
form, þar eð ekkert er, ekkert hefur verið og ekkert getur orðið annað en það
sem er nær- eða núverandi. Að svo miklu leyti sem formið gefst er tilgangur
veru þess hins vegar að bera vott um „formleysu". Formið er samkvæmt skil-
greiningu einmitt form einhvers, einhvers sem hefur hvorki ásjónu né nafn.
Segja má að þessi áhersla á formið sé sá þráður í fyrirbærafræði Husserls
sem Derrida dregur í efa. Og ástæða er til að árétta að þráður þessi er ekki
afleggjari sem leiðir okkur út úr fýrirbærafræðinni eða burt frá grundvallar-
ásetningi orðræðu Husserls — eða Derrida. Þvert á móti má skipa gjörvöllu
sambandi Derrida við fýrirbærafræðina - og jafnvel við heimspekihefðina
eins og hún leggur sig — undir merki messíanisma. Þar að auki er hægðar-
leikur að greina fjöldann allan af messíanískum stefjum í orðræðu Derrida —
þau eiga það til að dulbúast og taka á sig afar ólíkar myndir, eins og vænta
má af messíanisma: allt frá umfjölluninni um Nachtraglichkeit hjá Freud (þar
sem framtíðin grundvallar fortíðina eftir á) og spurningunni um diffe'rance
(skilafrest) sem ótakmarkaða hreyfingu, upp í spurningar um loforðið, vitn-
isburðinn, leyndardóminn, nafnið og khóra. Hér munum við augljóslega ekki
þræða þennan stíg til enda. Við höldum okkur við ramma fýrirbærafræðinn-
ar og höfum þá þegar, svo að segja, smækkað og afmarkað umdæmi rann-
sóknarinnar. Við hefðum getað sett rannsókn okkar önnur mörk, en um-
dæmi fýrirbærafræðinnar virðist á einhvern hátt síst markað geðþótta.
Astæða þess að ég minntist rétt í þessu á „grundvallarásetning orðræðu
Husserls“ er sú að messíanismi reynist vera einn helsti og stöðugasti grunn-
þáttur fýrirbærafræðinnar. Hér á ég ekki aðeins við afstöðu Husserls til eigin
verka, sem meðal annars kemur fram í sendibréfinu sem hann ritaði systur
sinni skömmu áður en hann lést (og Derrida vísar til í niðurlagi meistara-
prófsritgerðar sinnar frá skólaárinu 1953-541) - þar sem Husserl greinir frá
því hvernig hann sá skýrt og greinilega fýrir sér, um leið og hann fann enda-
lokin nálgast, nauðsyn þess að byrja upp á nýtt. Hér stendur Móses á mörk-
um fýrirheitna landsins - og um leið sjáum við fýrir okkur Freud þegar hann
vísar til Móse. (Og staðhæfði Husserl ekki í eftirmála Hugmyndanna
(Nachwort zu meinen „Ideen “, 1930), að framundan sæi hann leiðina til fýrir-
heitna landsins ljúkast upp, landsins sem hann fengi aldrei numið?) Vissu-
lega væri misráðið að líta á messíanisma sem persónulegt einkenni Husserls
rétt eins og það væri misráðið að álykta af áhrifum hins messíaníska þáttar í
lífi hans - eða þá í lífi Derrida, Freuds eða Marx, Benjamins eða Dylans —
að h'ta beri á fýrirbærafræði sem viðauka við „gyðingavandann“. Og þó að við
takmörkum okkur við þá höfunda sem Derrida nærðist á sem unglingur,
Nietzsche og Rousseau, væri auðvelt að greina sama stef hjá þeim báðum: í
Handan góðs og ills talar Nietzsche um „snilling hjartans“, „fullan af nafnlaus-
um vonum“; og í Hinni nýju Elóísu útlistar Rousseau gjafir ímyndunaraflsins
sem bera væntingar um framtíðina í brjósti, væntingar sem þrýtur um leið og
viðfang þeirra birtist holdi klætt.
1 [Sjá Derrida, Leprobléme de !a genése dans laphilosophie de Husserl, París, Presses Universitaires
de France 1990, s. 283.]